Ellefu sagt upp hjá HB Granda

Verksmiðja HB Granda á Vopnafirði.
Verksmiðja HB Granda á Vopnafirði. Ljósmynd/HB Grandi

Ell­efu starfs­mönn­um frysti­húss HB Granda á Vopnafirði hef­ur í dag verið sagt upp störf­um. Skammt er síðan þrem­ur öðrum starfs­mönn­um var sagt upp og þá munu tveir starfs­menn til viðbót­ar vera að láta af störf­um, en ekki stend­ur til að ráða í þeirra stöður.

AFL starfs­greina­fé­lag grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu, en þar seg­ir að alls hafi með þessu 16 störf horfið á stutt­um tíma, sem jafn­gildi 5.600 störf­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar sem inn­an við 100 starfs­menn séu starf­andi í frysti­hús­inu sjálfu muni fé­lagið hafa sam­band við Vinnu­mála­stofn­un og kanna hvort lög um fjölda­upp­sagn­ir eigi við.

Heim­ild­ir fé­lags­ins eru enn frem­ur sagðar herma að frek­ari upp­bygg­ingu HB Granda á Vopnafirði hafi verið hætt.

Aust­ur­frétt greindi fyrst frá mál­inu.

mbl.is