Heiðveig rekin úr Sjómannafélaginu

Heiðveig María Einarsdóttir segir í færslu sinni að sig hafi …
Heiðveig María Einarsdóttir segir í færslu sinni að sig hafi ekki órað fyrir að hún yrði rekin úr Sjómannafélaginu. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, sem til­kynnt hafði um fram­boð til for­manns Sjó­manna­fé­lags Íslands, hef­ur verið rek­in úr fé­lag­inu. Frá þessu grein­ir Heiðveig á Face­book-síðu sinni nú í kvöld.

„Nú er ég end­an­lega orðlaus, ég vissi að þeir myndu ganga langt! En að reka mig úr fé­lag­inu er eitt­hvað sem mig hafði ekki getað órað fyr­ir að gæti gerst, að minnsta kosti ekki í okk­ar heims­hluta!“ seg­ir Heiðveig í færslu sinni.

„Ég fékk bréf nú í dag frá for­manni Sjó­manna­fé­lags­ins þar sem hann rak mig úr fé­lag­inu á grund­velli samþykkt­ar trúnaðarmannaráðs eft­ir kröfu fjög­urra full­trúa hins sama ráðs!“



Heiðveig birt­ir með bréf­in sem Sjó­manna­fé­lagið sendi henni, en þar er hún sögð hafa farið fram gegn fé­lag­inu og starfs­mönn­um þess með „gróf­um og órök­studd­um ásök­un­um og ærumeiðandi hætti“. Er hún einnig sökuð um að hafa brotið gegn Sjó­manna­fé­lag­inu og hags­mun­um þess á aðal­fundi fé­lags­ins í des­em­ber í fyrra.

Deil­an hef­ur snú­ist um ákvæði í lög­um fé­lags­ins, eins og þau birt­ast á vef þess, þar sem kveðið er á um að þeir ein­ir séu kjörgeng­ir til for­manns sem greitt hafi fé­lags­gjöld und­an­geng­in þrjú ár.

Seg­ir í bréf­inu sem Heiðveig fékk sent að eng­inn fót­ur hafi verið fyr­ir til­hæfu­laus­um og rugl­ings­leg­um ásök­un­um henn­ar.

Eins er hún sögð hafa með „enda­laus­um“ og „ómak­leg­um“ ásök­un­um „grafið und­an fé­lag­inu og starfi þess“, sem og hags­mun­um sjó­manna á Íslandi. Stein­inn hafi þó tekið úr í síðustu viku er fram­ferði henn­ar og árás­ir hafi leitt til þess að fyr­ir­huguð sam­ein­ing Sjó­manna­fé­lags­ins og annarra nafn­greindra sjó­manna­fé­laga fór út um þúfur.

„Þessi fram­koma Heiðveig­ar í garð fé­lags­ins og starfs­manna þess er al­gjör­lega ólíðandi,“ seg­ir í bréf­inu. Hún hafi með ósann­ind­um nítt skó­inn af fé­lag­inu og starfs­mönn­um þess í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum. „Rót­gróið fé­lag eins og Sjó­manna­fé­lag Íslands hef­ur ekk­ert með fé­lags­mann eins og Heiðveigu að gera.“  

Bréfið er und­ir­ritað af þeim Arn­grími Jóns­syni, Steinþóri Hreins­syni, Stein­ari Dala Har­alds og Jóni Haf­steini Ragn­ars­syni sem leggja til að henni verði vikið úr fé­lag­inu og var sú til­laga samþykkt á fundi trúnaðarmannaráðsins 24. októ­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina