Sætti sig ekki við „blóðmjólkun“

Venus, skip HB Granda, siglir inn Vopnafjörð.
Venus, skip HB Granda, siglir inn Vopnafjörð. mbl.is/Jón Sigurðsson

„Ef menn eru að kaupa fyr­ir­tæki í skuld­sett­um yf­ir­tök­um, og ætla sér síðan að blóðmjólka þau í fram­hald­inu til að greiða kaup­verðið – það er eitt­hvað sem ég get ekki séð að við í líf­eyr­is­sjóðunum mun­um sætta okk­ur við.“

Þetta seg­ir Sverr­ir Mar Al­berts­son, fram­kvæmda­stjóri Afls starfs­greina­fé­lags, um upp­sagn­ir 11 starfs­manna HB Granda á Vopnafirði sem til­kynnt­ar voru í dag.

Hann seg­ir að þeir sem sitji í stjórn­um líf­eyr­is­sjóða fyr­ir verka­lýðsfé­lög­in eigi að beita sér harðar fyr­ir því að fyr­ir­tæki og stjórn­end­ur þeirra axli meiri ábyrgð.

„Líf­eyr­is­sjóðir fólks­ins, sem vinn­ur þessi störf, eiga orðið stór­an hlut í þess­um fyr­ir­tækj­um. Þess vegna er al­veg ljóst að við mun­um krefjast skýrra svara,“ seg­ir Sverr­ir í sam­tali við 200 míl­ur.

„Við mun­um beita okk­ur inn­an stjórna líf­eyr­is­sjóðanna um að setja aukn­ar kröf­ur á fyr­ir­tæk­in um að þau axli sam­fé­lags­lega ábyrgð.“

Hús bolfiskvinnslu HB Granda á Vopnafirði.
Hús bol­fisk­vinnslu HB Granda á Vopnafirði. Ljós­mynd/​HB Grandi

„Eiga fyr­ir­tæk­in að borga kaup­verðið sjálf?“

Skammt er síðan Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur, þá Brim, keypti 34,1% eign­ar­hlut Kristjáns Lofts­son­ar og Hall­dórs Teits­son­ar í HB Granda og varð með því stærsti hlut­hafi fé­lags­ins. Guðmund­ur Kristjáns­son, aðal­eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur, er for­stjóri HB Granda.

„Ef að þess­ar upp­sagn­ir eru gerðar í hagræðing­ar­skyni til að há­marka hagnað eig­enda, þá hlýt­ur maður að doka við og spyrja; eiga menn að kaupa þessi fyr­ir­tæki fyr­ir eigið fé eða eiga fyr­ir­tæk­in að borga upp kaup­verðið sjálf?“ seg­ir Sverr­ir og bend­ir á að hann sitji í stjórn líf­eyr­is­sjóðsins Stapa. Þar muni hann taka málið upp.

„Við eig­um þar hlut í HB Granda og vænt­an­lega mun­um við kanna hvort við get­um kallað eft­ir svör­um sem hlut­hafi, hverju þess­ar upp­sagn­ir sæti.“

Lög um fjölda­upp­sagn­ir gildi

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Afli eru flest­ir þeirra sem sagt hef­ur verið upp af er­lend­um upp­runa og búa á Bakkaf­irði. Heim­ild­ir fé­lags­ins eru þá sagðar herma að hætt hafi verið við frek­ari upp­bygg­ingu HB Granda á Vopnafirði.

„Mér sýn­ist sam­kvæmt okk­ar töl­um að um það bil hundrað manns starfi í frysti­hús­inu. Við vilj­um meina að lög um fjölda­upp­sagn­ir gildi í þessu til­viki en það er eitt­hvað sem þarf að fara yfir, því lög­in fjalla um fyr­ir­tæki en við vilj­um horfa á þetta út frá starfs­stöðvum,“ seg­ir Sverr­ir.

HB Grandi tapaði 252 þúsund­um evra á öðrum árs­fjórðungi, sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri sem gert var op­in­bert á vef fyr­ir­tæk­is­ins í lok ág­úst. Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda, sagði tapið, sem nam um 30 millj­ón­um króna, „óviðun­andi“.

mbl.is