Aðeins öðruvísi Airwaves

00:00
00:00

Airwaves-hátíðin verður hald­in í tutt­ug­asta skipti í næstu viku. Nú er hátíðin í hönd­um nýrra rekstr­araðila og verður áhuga­vert að sjá hvernig til tekst. Tón­leik­arn­ir verða sem fyrr fjöl­marg­ir og eru í þetta sinn haldn­ir á fjór­tán tón­leika­stöðum. 

Sindri Ástmars­son, dag­skrár­stjóri hátíðar­inn­ar, seg­ir hana að mestu vera með sama sniði og áður. Þrátt fyr­ir það eru ein­hverj­ar nýj­ung­ar og breyt­ing­ar. Arm­bönd­in veita nú t.a.m. aðgang að öll­um viðburðum hátíðar­inn­ar og þá er einnig reynt að hafa meiri dag­skrá fyr­ir miðahafa yfir dag­inn. Hann seg­ir einnig aukna áherslu á að nýta hátíðina sem kynn­ingu fyr­ir ís­lensk­ar hljóm­sveit­ir sem séu virk­ar.

Rætt er við Sindra í meðfylgj­andi mynd­skeiði.

„Við erum að vinna með alls kon­ar lista­mönn­um til að gera skemmti­lega viðburði á dag­inn. Það er allt frá morg­un-reifi í Iðnó þar sem DJ Mar­geir og fleiri ætla að skemmta yfir í skemmti­lega viðburði með Ásgeiri Trausta og mörg­um fleir­um,“ seg­ir Sindri og vís­ar til þess að Ásgeir, Axel Flóvent, Jún­íus Mey­vant, JFDR, aYia, Char­les Wat­son, Hi­lang Child, Bríet og hljóm­sveit­in Between Mountains munu taka upp lög beint á vínyl-plöt­ur og þeir gest­ir sem mæta í Hljóðrita í Hafnar­f­irði munu eiga mögu­leika á að eign­ast þær ein­stöku upp­tök­ur. 

Eng­ir stór­ir tón­leik­ar verða á sunnu­dags­kvöld­inu líkt og hef­ur verið síðustu ár en búið er að bæta við Flóa í Hörpu á föstu­dags og laug­ar­dags­kvöld­inu. Þar er upp­gefið að 1.000 manns geti verið á tón­leik­un­um og eitt stærsta er­lenda atriðið, banda­ríski hip-hop-ar­inn Blood Orange, kem­ur þar fram á laug­ar­deg­in­um en á föstu­deg­in­um verður Vök, eitt þekkt­asta ís­lenska atriði hátíðar­inn­ar, þar. 

Allt í allt verður boðið upp á nærri 240 tón­list­ar­atriði á hátíðinni sem verður líkt og fyrri ár alþjóðleg en atriðin koma frá 25 lönd­um. Það er því ekki seinna vænna en að renna yfir þá lista­menn sem koma fram hátíðinni og reyna að setja sam­an áætl­un fyr­ir næstu viku. Í lagalist­an­um hér fyr­ir neðan er að finna lög með þeim sem koma fram. Þá er búið að setja dag­skrá hátíðar­inn­ar á vef­inn.

mbl.is