Endurskipuleggja starfsemina á Vopnafirði

Tekið er fram að engin áform séu um að draga …
Tekið er fram að engin áform séu um að draga úr starfsemi HB Granda á Vopnafirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hef­ur verið að end­ur­skipu­leggja starf­semi HB Granda á Vopnafirði á milli vertíða, þar sem rekst­ur bol­fisk­vinnslu á staðnum hef­ur ekki gengið sem skyldi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem HB Grandi hef­ur sent Morg­un­blaðinu og 200 míl­um, vegna frétta­flutn­ings af upp­sögn­um starfs­manna út­gerðar­inn­ar.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að HB Grandi hafi í mörg ár rekið öfl­uga upp­sjáv­ar­vinnslu á Vopnafirði, þar sem unnið sé á vökt­um all­an sól­ar­hring­inn á meðan vertíð standi. Fa­stráðnir starfs­menn upp­sjáv­ar­frysti­hús­ins á Vopnafirði séu eft­ir upp­sagn­ir 60 tals­ins, og hafi verið 60-65 í gegn­um árin.

Áfram stefnt að því hafa starf­semi á milli vertíða

„Tím­inn á milli vertíða hef­ur verið nýtt­ur í ým­iss kon­ar verk­efni. Árið 2016 var tek­in ákvörðun um að byggja upp bol­fisk­vinnslu á Vopnafirði til að starf­rækja á milli vertíða og hófst vinnsla í henni eft­ir sjó­manna­verk­fallið í mars 2017. Rekst­ur bol­fisk­vinnslu hef­ur al­mennt ekki gengið sem skyldi og hef­ur því verið ákveðið að end­ur­skipu­leggja starf­semi á Vopnafirði á milli vertíða.“

Tekið er fram að eng­in áform séu um að draga úr starf­semi HB Granda á Vopnafirði. Þar sé í dag rekið öfl­ugt upp­sjáv­ar­frysti­hús og fiski­mjöls­verk­smiðja.

„Áfram er stefnt að því að hafa starf­semi á Vopnafirði á milli vertíða en verið er að skoða hvernig best er að haga því, en eng­in ákvörðun ligg­ur fyr­ir í þeim efn­um.“

mbl.is