„Ég vísa þessu aftur til föðurhúsanna“

Heiðveig segir eftiráskýringar formannsins ekki gildar.
Heiðveig segir eftiráskýringar formannsins ekki gildar. mbl.is/Eggert

„Ég vísa þessu aft­ur til föður­hús­anna. Ég get ekki séð hvernig fé­lags­maður sem ger­ir at­huga­semd við ósam­ræmi við lög­um fé­lags­ins á heimasíðu og í fund­ar­gerðum geti eyðilagt slíka sam­ein­ingu,“ seg­ir Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, en henni var vikið úr Sjó­manna­fé­lagi Íslands í gær. Jón­as Garðars­son, formaður fé­lags­ins, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að Heiðveig hefði unnið al­var­lega gegn hags­mun­um fé­lags­ins á sama tíma og sam­ein­ing fé­lags­ins við fjög­ur önn­ur stóð fyr­ir dyr­um. Það að upp úr viðræðunum hafi slitnað sé runnið und­an henn­ar rifj­um. Heiðveig seg­ir frá­leitt að halda þessu fram.

Heiðveig hafði til­kynnt um fram­boð í kom­andi for­manns­kosn­ing­um Sjó­manna­fé­lags­ins en skömmu eft­ir að hún til­kynnti það var lög­um fé­lags­ins breytt á heimasíðunni og þar kveðið á um að þeir ein­ir væru kjörgeng­ir sem hefðu greitt fé­lags­gjöld síðastliðin þrjú ár. Það hefði úti­lokað fram­boð Heiðveig­ar enda skammt síðan hún tók upp sjó­mennsku á nýj­an leik.

Ítrekað reynt að fá fund með lög­manni fé­lags­ins

Hún hef­ur harðlega gagn­rýnt vinnu­brögð stjórn­ar­inn­ar síðustu vik­ur og ít­rekað reynt að fá fund með lög­manni fé­lags­ins, sem og stjórn­ar­mönn­um, til að kom­ast að því hvaða lög eru í gildi í fé­lag­inu. „Því hef­ur ekki verið svarað nema með út­úr­snún­ing­um. Ég hef verið í tölvu­póst­sam­skipt­um við lög­mann fé­lags­ins sem hef­ur ekki geta staðfest þetta eða bókað fund.“

Formaður fé­lags­ins sagði í sam­tali við mbl.is í dag lög­in í hafa verið í gildi frá því á aðal­fundi í des­em­ber 2017, þó þau hafi ekki verið upp­færð á heimasíðunni fyrr en ný­lega. Viðræðum um sam­ein­ingu sjó­manna­fé­lag­anna fimm var slitið fyrr í þess­um mánuði, skömmu eft­ir að Heiðveig kom fram með at­huga­semd­ir um ósam­ræmi í lög­un­um.

Heiðveig seg­ir formann fé­lags­ins ekki hafa geta hrakið efn­is­lega ásak­an­ir henn­ar á hend­ur hon­um og stjórn­inni. „Það að hann haldi því fram að ég hafi eyðilagt þessa sam­ein­ingu, með því sem fé­lags­maður að óska eft­ir gögn­um, og benda svo á ósam­ræmi í lög­um fé­lags­ins, er eins frá­leitt og það get­ur verið að mínu mati.“

Fólk komið „með upp í kok á ólýðræðis­leg­um til­b­urðum“

Heiðveig hyggst leit­ar rétt­ar síns vegna brott­vikn­ing­ar­inn­ar og seg­ir málið hafa verið í skoðun í all­an dag. Það heyri lík­lega und­ir fé­lags­dóm. „Ég vona fé­lags­menn standi vörð um fé­lagið sitt meðan á þessu stend­ur, að það verði kosið um fram­boðslista í lýðræðis­legri kosn­ingu og það verði það fólk sem komi til með að stýra fé­lag­inu áfram til betri og breytt­ari tíma. Ég vona að það komi út úr þessu.“

Viðbrögðin í dag hafa held­ur ekki látið á sér standa. „Ég hef fengið ótrú­leg viðbrögð úr öll­um átt­um. Úr öll­um fé­lög­um og stétt­um sjó­manna og að sjálf­sögðu mínu fé­lagi. Það virðist vera að fólk sé komið með upp í kok á svona ólýðræðis­leg­um til­b­urðum. Fólk deil­ir því með mér að vera hrein­lega orðlaust, enda er þetta al­gjör­lega for­dæma­laust að svona fund­ur geti með þess­um hætti, án þess að gefa rök og án and­mæla­rétt­ar, tekið svona ákvörðun,“ seg­ir Heiðveig, en hún var rek­in úr fé­lag­inu á grund­velli samþykkt­ar trúnaðarmannaráðs vegna kröfu fjög­urra full­trúa ráðsins. „Það virðist vera ein­hver ótti við að fara í lýðræðis­leg­ar kosn­ing­ar, þó fé­lagið eigi að standa fyr­ir það. Ég veit ekki hver skýr­ing­in á þessu er.“

Heiðveig seg­ist hafa skoðað lög­in áður en hún tók ákvörðun um fram­boð til for­manns og þá hafi um­rætt ákvæði um kjörgengi ekki verið til staðar. Eft­ir að hún til­kynnti fram­boðið hafi hún hins veg­ar tekið eft­ir því að lög­un­um hafði verið breytt á heimasíðunni og þessu ákvæði bætti inn, sem og sjö öðrum. Af­rit sem vefsafn Lands­bóka­safn tók í maí á þessu ári staðfest­ir að ákvæðið var ekki til staðar þá.

„Þá óskaði ég eft­ir því að sjá fund­ar­gerðarbæk­ur á skrif­stofu fé­lags­ins, sem ég fékk ekki á þeim tíma­punkti, held­ur voru mér send­ar af þeim ljós­mynd­ir. Miðað við þær mynd­ir þá er ein­ung­is ein af þess­um átta breyt­ing­um heimasíðunni sem á sér stoð í þess­ari fund­ar­gerð og það er þessi þriggja ára grein. Ég setti spurn­ing­ar­merki við gildi laga­breyt­ing­anna þar sem þeirra var ekki getið í fund­ar­boði og rit­ari stjórn­ar rit­ar ekki und­ir fund­ar­gerð eins og hon­um ber að gera lög­um sam­kvæmt, held­ur ein­ung­is formaður­inn sjálf­ur. Og líka af því hve erfitt var að fá fund­ar­gerðina.“

Efti­r­á­skýr­ing­ar ekki gild­ar

Heiðveig seg­ir all­ar efti­r­á­skýr­ing­ar um að heimasíðan hafi verið illa upp­færð ekki gild­ar þar sem laga­breyt­ing­arn­ar eigi ekki sér ekki stoð í fund­ar­gerðinni. „Ég skil ekki, fyrst ég er að valda fé­lag­inu svona mikl­um skaða, af hverju þetta er ekki hrakið. Ég hefði aldrei sett þess­ar at­huga­semd­ir fram nema þær ættu við rök að styðjast, enda ætlaði ég bara að bjóða mig fram og leyfa fé­lags­mönn­um að kjósa um það, hvort þeir fylgdu mér í hug­mynd­um um breyt­ing­ar. Þegar maður veit ekki hvort maður er kjörgeng­ur þá er mjög erfitt að halda áfram að kynna fram­boðið. Það er því rök­rétt skref að kanna hvernig lög­in eru. Ég brenn fyr­ir þessu mál­efni og hef gert í lang­an tíma.“

Hún seg­ist þó alltaf hafa gert ráð fyr­ir því að fram­boð henn­ar væri lög­legt og óskaði eft­ir því með bréfi til starfs­manna fé­lags­ins og trúnaðarmannaráðs í síðustu viku að kjörgengi henn­ar yrði staðfest. „Þetta brottrekstr­ar­bréf var kannski bara svar við því.“

mbl.is