Fleiri uppsagnir hjá HB Granda

Um eitt og hálft ár er síðan HB Grandi sagði …
Um eitt og hálft ár er síðan HB Grandi sagði upp 86 starfsmönnum á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er nán­ast að hverfa, það er bara þannig. Ætli það séu ekki átta starfs­menn eft­ir í verk­smiðjunni, ef þeir eru þá svo marg­ir,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

Vil­hjálm­ur staðfest­ir í sam­tali við 200 míl­ur að fjór­um starfs­mönn­um í bræðslu HB Granda á Akra­nesi hafi verið sagt upp störf­um í gær. Einn þeirra hef­ur starfað hjá fyr­ir­tæk­inu í 22 ár að hans sögn.

Þess­ar fregn­ir koma í kjöl­far frétta af upp­sögn­um ell­efu starfs­manna út­gerðar­inn­ar á Vopnafirði. Þá er um eitt og hálft ár síðan HB Grandi sagði upp 86 starfs­mönn­um á Akra­nesi. 

„Þeir eru að hætta botn­fisk­vinnslu á Akra­nesi eft­ir að hún hef­ur verið í bæn­um í rúm­lega hundrað ár. Það get­ur ekki verið nema á einn veg, það er virki­lega sorg­legt,“ sagði Vil­hjálm­ur við það tæki­færi.

Tvö til þrjú hundruð starfs­menn þegar mest lét

Aðspurður seg­ir Vil­hjálm­ur að um tvö til þrjú hundruð manns hafi starfað hjá HB Granda á Akra­nesi þegar mest lét. Nú séu í kring­um átta eft­ir, eins og áður sagði. 

„Útgerðin á auðvitað tvö dótt­ur­fé­lög hér í bæn­um sem hafa verið keypt, en af gamla fyr­ir­tæk­inu má eig­in­lega segja það, að það séu ekki fleiri eft­ir. Þetta er bara að verða búið, ef þannig má að orði kom­ast.“

„Þetta hefur verið frekar slæmt,“ segir Vilhjálmur.
„Þetta hef­ur verið frek­ar slæmt,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnúsosn

Ísfisk­ur að byrja um mánaðamót­in

„Fyrst og fremst held ég að þess­ar upp­sagn­ir séu vegna hagræðing­ar, en það hef­ur verið ein­hver sam­drátt­ur í bræðslunni. Ég held að menn ætli að fara að heilfrysta karf­ann frek­ar en að bræða hann. Það er skýr­ing­in, skilst mér,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

„Þetta eru því ein­hverj­ar hagræðing­araðgerðir sem greini­lega er verið að grípa til víða á starfs­stöðvum.“

Segja má að Akra­nes hafi orðið fyr­ir hverju högg­inu á eft­ir öðru und­an­far­in miss­eri.

„Þetta hef­ur verið frek­ar slæmt,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „En það hafa verið já­kvæðir punkt­ar líka. Ísfisk­ur er að byrja núna um mánaðamót­in og mér skilst að þar verði fimm­tíu starfs­menn. Nú er bara að halda áfram og horfa fram á veg­inn.“

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda, vildi ekki tjá sig um upp­sagn­ir út­gerðar­inn­ar þegar eft­ir því var leitað fyrr í dag.

mbl.is