Heiðveig hafi valdið viðræðuslitum

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, sem til­kynnt hafði fram­boð til embætt­is for­manns Sjó­manna­fé­lags Íslands, vann á al­var­leg­an hátt gegn hags­mun­um fé­lags­ins, á sama tíma og sam­ein­ing fé­lags­ins við fjög­ur önn­ur fé­lög stóð fyr­ir dyr­um. Þetta seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags­ins.

„Þessi sam­ein­ingaráform runnu út í sand­inn og það er runnið und­an henn­ar rifj­um,“ seg­ir Jón­as, en spurður hvort hann telji Heiðveigu hafa spillt fyr­ir sam­ein­ingu fé­lag­anna af ásettu ráði seg­ist hann ekki vita hvort sú sé raun­in.

„En það ligg­ur fyr­ir að þess­ar ávirðing­ar Heiðveig­ar valda því að upp úr viðræðunum slitn­ar. Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn sendu okk­ur til­kynn­ingu um slit á viðræðunum vegna henn­ar ávirðinga í okk­ar garð. Það er eins ein­falt og það get­ur verið.“

Eng­inn fót­ur sé fyr­ir full­yrðing­um Heiðveig­ar

Vegna þessa hafi Heiðveigu verið vikið úr fé­lag­inu sam­kvæmt ákvörðun trúnaðarmannaráðs fé­lags­ins 25. októ­ber. Eins og fram hef­ur komið í viðtöl­um Heiðveig­ar við 200 míl­ur hef­ur hún sakað stjórn fé­lags­ins um að viðhafa „óboðleg vinnu­brögð“ og um leið sagst vilja að stjórn­in segi af sér.

Jón­as seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að eng­inn fót­ur sé fyr­ir því sem Heiðveig hef­ur haldið fram.

„Að við höf­um verið hér ríf­andi blaðsíður úr fund­ar­gerðabók­um og hvaðeina – þetta er nátt­úr­lega al­gjör­lega fá­rán­legt. Og að við höf­um ekki boðað lög­lega til aðal­fund­ar - ég á nú bara úr­klippu hér úr Morg­un­blaðinu frá 20. des­em­ber á síðasta ári, þar sem fund­ur­inn 28. des­em­ber er aug­lýst­ur með til­hlýðileg­um fyr­ir­vara,“ seg­ir Jón­as og bæt­ir við að þar sé þess getið að laga­breyt­ing­ar verði til umræðu.

„Við höf­um verið í vand­ræðum með þessa orðræðu sem frá henni kem­ur. Okk­ur finnst ekki vera glóra í einu eða neinu sem hún seg­ir – það er eitt í dag og annað á morg­un,“ seg­ir hann og bend­ir á að hún hafi til dæm­is dregið í land ásak­an­ir um skjalafals og haldi því nú fram að hún hafi aldrei sakað stjórn­ina um slíkt. „Við náum aldrei sam­bandi við hana.“

Samþykkt­ar sam­hljóða á aðal­fundi

Jón­as viður­kenn­ir að fé­lagið hafi ekki staðið sig í að upp­færa heimasíðu fé­lags­ins, en Heiðveig hef­ur bent á að aðeins nokkr­um dög­um eft­ir að hún til­kynnti fram­boð sitt til for­manns, hafi lög­um á vef fé­lags­ins verið breytt á þann veg að hún sé ekki leng­ur kjörgeng, þar sem hún hef­ur ekki til­heyrt fé­lag­inu und­an­geng­in þrjú ár.

„Við höf­um ekki staðið okk­ur hvað það varðar, og það er al­veg ljóst,“ seg­ir Jón­as. „En heimasíðan hef­ur aft­ur á móti ekk­ert að gera með gildi laga fé­lags­ins hverju sinni. Eft­ir stend­ur að þess­ar breyt­ing­ar voru samþykkt­ar sam­hljóða á 45 manna – 10% fé­lags­manna – aðal­fundi fé­lags­ins í des­em­ber 2017 og þar við sit­ur.“

Spurður hverju sæti, að lög­in á vef fé­lags­ins séu upp­færð með þess­um hætti mörg­um mánuðum eft­ir aðal­fund, en fá­ein­um dög­um eft­ir fram­boðstil­kynn­ingu Heiðveig­ar, seg­ir Jón­as:

„Ég vissi ekki annað en að heimasíðan væri í lagi. Annað kom á dag­inn svo vissu­lega var þar brota­löm en að fara út í að ásaka Sjó­manna­fé­lagið um að falsa fund­ar­gerðir aðal­fund­ar er full­kom­lega ábyrgðarlaust. Við gerðum mis­tök en að út­hrópa okk­ur sem lög­brjóta eru ærumeiðing­ar.“

Ítar­legra viðtal við Jón­as má lesa í ViðskiptaMogg­an­um sem fylg­ir Morg­un­blaðinu á morg­un, fimmtu­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: