Sóley Tómasdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi VG og eiginmaður hennar, Adrianus Philip Schalk, hafa sett hæð sína við Hofsvallagötu á sölu. Hjónin búa í Hollandi og hefur íbúðin verið í útleigu síðan þau fluttu frá Íslandi.
Íbúðin er 148 fm að stærð og stendur í húsi sem byggt var 1951. Íbúðin er þar af með 22 fm bílskúr. Í auglýsingu á fasteignavef mbl.is kemur fram að íbúðin sé í útleigu til 30. apríl 2019 og kaupandi geti yfirtekið leigusamninginn við kaup á íbúðinni.
Íbúðin er stílhrein, allt hvítmálað og eikarparket á gólfum. Nema í forstofu, baði og eldhúsi, þar eru flísar. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með plastborðplötu og á milli skápa eru svartar mósaík-flísar.
Af fasteignavef mbl.is: Hofsvallagata 59