Dregur úr hagnaði í sjávarútvegi

Hagstofan tekur árlega saman yfirlit um rekstur helstu greina sjávarútvegs.
Hagstofan tekur árlega saman yfirlit um rekstur helstu greina sjávarútvegs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magns­kostnað og tekju­skatt, sem hlut­fall af heild­ar­tekj­um, lækkaði milli ár­anna 2016 og 2017. Í fisk­veiðum og -vinnslu, án milliviðskipta, lækkaði hlut­fallið úr 25,4% í 21,1%. Í fisk­veiðum lækkaði hlut­fallið úr 24,2% í 18,2% og í fisk­vinnslu úr 11,9% í 10,6%.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hag­stof­unni, sem ár­lega tek­ur sam­an yf­ir­lit um rekst­ur helstu greina sjáv­ar­út­vegs.

Bent er á að hreinn hagnaður (EBT) í sjáv­ar­út­vegi, sam­kvæmt ár­greiðsluaðferð, hafi numið 6,5% á síðasta ári, sam­an­borið við 14,4% árið 2016. Í fjár­hæðum nam hagnaður­inn 11,8 millj­örðum króna eft­ir að gjald­færð hef­ur verið ár­greiðsla að fjár­hæð 26,7 millj­arðar. Sé miðað við hefðbundna upp­gjörsaðferð er niðurstaðan 6,8% hagnaður árið 2017 eða 12,5 millj­arður, sam­an­borið við 24% hagnað árið 2016.

Hækk­andi olíu­verð og sterk­ari króna

Þess er getið að á rekstr­ar­ár­inu 2017 hafi gætt áhrifa verk­falls sjó­manna, sem hófst í des­em­ber 2016 og stóð í tæp­ar 10 vik­ur. Verð sjáv­ar­af­urða á er­lend­um mörkuðum í ís­lensk­um krón­um hafi þá lækkað um 6,7% frá fyrra ári og verð á olíu hækkað að meðaltali um 25% á milli ára. Gengi banda­ríkja­dals hafi á sama tíma veikst um 11,6% og gengi EUR um 9,8%.

„Útflutn­ings­verðmæti sjáv­ar­út­vegs í heild dróst sam­an um 15,2%, og nam rúm­um 197 millj­örðum króna á ár­inu 2017. Verð á út­flutn­ings­vör­um í sjáv­ar­út­vegi lækkaði um 12,1% og magn út­fluttra sjáv­ar­af­urða dróst sam­an um 3,5%. Á ár­inu 2017 störfuðu um 7.600 manns við sjáv­ar­út­veg í heild, sem er um 3,9% af vinnu­afli á Íslandi. Veiðigjald út­gerðar­inn­ar lækkaði úr 6,9 millj­örðum króna fisk­veiðiárið 2015/​2016, í 4,6 millj­arða króna fisk­veiðiárið 2016/​2017,“ seg­ir í yf­ir­liti Hag­stof­unn­ar.

Af­koma smá­báta versnaði

Alls voru 837 smá­bát­ar að veiðum og öfluðu þeir tæp­lega 22 þúsunda tonna, að verðmæti rúm­lega 4,2 millj­arða króna árið 2017.

Bent er á að sem hlut­fall af tekj­um hafi EBITDA smá­báta verið 13,3% árið 2017, borið sam­an við 13,8% árið 2016.

„Af þess­um 837 smá­bát­um var 521 bát­ur við strand­veiðar á ár­inu. Afli þeirra var um 9.800 tonn og afla­verðmætið tæp­lega 1,9 millj­arðar króna. EBITDA strand­veiðanna árið 2017 var 13,9% sam­an­borið við 15,6% árið 2016 og EBITDA annarra báta und­ir 10 tonn­um á al­menn­um veiðum 12,8% sam­an­borið við 11,3% árið 2016.“

Eigið fé rúm­ir 276 millj­arðar

Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi voru heild­ar­eign­ir sjáv­ar­út­vegs­ins rúm­ir 660 millj­arðar króna í árs­lok 2017, heild­ar­skuld­ir rúm­ir 384 millj­arðar króna (hækk­un um 6,9%) og eigið fé tæp­ir 276 millj­arðar króna, að því er fram kem­ur í yf­ir­lit­inu.

„Verðmæti heild­ar­eigna hækkaði um 6,2% frá 2016 og fjár­fest­ing­ar í var­an­leg­um eign­um hækkuðu um 10%. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 41,8% en var 42,2% í árs­lok 2016. Eins og fram kem­ur á mynd­inni hér fyr­ir neðan hef­ur eigið fé í sjáv­ar­út­vegi vaxið hratt síðustu ár, eða úr 29 millj­örðum króna árið 2010 í 276 millj­arða króna árið 2017.“

mbl.is