Ekki kveðið á um lagningu sæstrengs

Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni í Bændablaðinu að innleiðing þriðja …
Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni í Bændablaðinu að innleiðing þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs. mbl.is/​Hari

Óhugs­andi er að sæ­streng­ur yrði lagður gegn vilja ís­lenskra stjórn­valda og þriðji orkupakk­inn legg­ur eng­ar skyld­ur á herðar Íslandi um að samþykkja hugs­an­leg­an sæ­streng. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu vegna um­mæla for­manns Sam­bands garðyrkju­bænda í Bænda­blaðinu í dag.

Haft er eft­ir Gunn­ari Þor­geirs­syni í blaðinu að inn­leiðing þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins myndi án nokk­urs vafa leiða til lagn­ing­ar sæ­strengs og hækk­un­ar á raf­orku­verði, og að í kjöl­farið verði borðleggj­andi að ís­lensk garðyrkja legg­ist af í þeirri mynd sem hún er nú.

Í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins seg­ir að eng­inn vafi leiki á því að leyf­is­veit­ing­ar­valdið yrði eft­ir sem áður hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um og að eng­ar milli­landa­teng­ing­ar fari á verk­efna­lista ESB nema með samþykki viðkom­andi stjórn­valda. Jafn­framt seg­ir að reglu­gerðin um verk­efna­list­ann hafi raun­ar ekki verið inn­leidd í EES-samn­ing­inn og sé ekki hluti af þriðja orkupakk­an­um.

„Þá er sér­stak­lega kveðið á um að kerf­isáætl­un sam­bands­ins sé óbind­andi fyr­ir aðild­ar­rík­in.“

Þá seg­ir að sé það raun­in að grunn­regl­ur EES-samn­ings­ins um frjálst vöruflæði geri það að verk­um að óheim­ilt sé að leggja for­takslaust bann við lagn­ingu strengs, eins og vanga­velt­ur hafi verið uppi um, hafi það verið staðan frá því að EES-samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur fyr­ir ald­ar­fjórðungi og með öllu ótengt þriðja orkupakk­an­um.

mbl.is