„Vasinn fer að sjálfsögðu beint í endurnotkun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann fékk í dag afhentar tillögur samráðsvettvangs í plastmálefnum að aðgerðaáætlun.
Athygli vakti að við afhendinguna fékk hann tillögurnar afhentar í plastvasa sem hlýtur að teljast nokkuð skondið.
„Þær voru afhentar mér í plastvasa en hann er hins vegar fjölnota. Hann fer í endurnotkun, það er alveg ljóst. Engar áhyggjur,“ sagði Guðmundur Ingi glaður í bragði þegar mbl.is sló á þráðinn til hans.