Fékk tillögurnar í plastvasa

Tillögurnar fékk Guðmundur Ingi afhentar í plastvasa.
Tillögurnar fékk Guðmundur Ingi afhentar í plastvasa. mbl.is/​Hari

„Vasinn fer að sjálf­sögðu beint í end­ur­notk­un,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra. Hann fékk í dag af­hent­ar til­lög­ur sam­ráðsvett­vangs í plast­mál­efn­um að aðgerðaáætl­un.

At­hygli vakti að við af­hend­ing­una fékk hann til­lög­urn­ar af­hent­ar í plast­vasa sem hlýt­ur að telj­ast nokkuð skondið.

„Þær voru af­hent­ar mér í plast­vasa en hann er hins veg­ar fjöl­nota. Hann fer í end­ur­notk­un, það er al­veg ljóst. Eng­ar áhyggj­ur,“ sagði Guðmund­ur Ingi glaður í bragði þegar mbl.is sló á þráðinn til hans.

Umhverfisráðherra við afhendinguna í dag.
Um­hverf­is­ráðherra við af­hend­ing­una í dag. mbl.is/​​Hari
mbl.is