Fólk skilji bílinn eftir heima

Bílar á ferðinni í Reykjavík.
Bílar á ferðinni í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bú­ist er við að styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs verði tölu­verður í borg­inni á morg­un. Besta ráðið til að draga úr meng­un er að hreyfa ekki bíl­inn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs (NO2) hef­ur verið hár í borg­inni í dag, eins og í gær sam­kvæmt mæl­ing­um í mælistöðinni við Grens­ás­veg. Meng­un­in kem­ur frá út­blæstri bif­reiða og er mik­il á morgn­ana og um eft­ir­miðdag­inn þegar um­ferð er mest, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.

Gert er ráð fyr­ir áfram­hald­andi hægviðri og frosti og um­tals­verðar lík­ur á því að styrk­ur köfn­un­ar­efn­is­díoxíðs fari yfir sól­ar­hrings­heilsu­vernd­ar­mörk við Grens­ás­veg.

Lík­legt er að svipuð staða verði uppi á morg­un og af þeim sök­um hvet­ur Reykja­vík­ur­borg borg­ar­búa og alla sem geta breytt út af van­an­um til að hvíla bíl­inn á morg­un. „Til­valið er að kynna sér strætó­leiðir í kvöld eða ganga eða hjóla til og frá áfangastaða,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sól­ar­hrings­heilsu­vernd­ar­mörk­in fyr­ir köfn­un­ar­efn­is­díoxíð eru 75 míkró­grömm á rúm­metra. Bú­ast má við svipuðum veðuraðstæðum næstu daga en köfn­un­ar­efn­is­díoxíð veld­ur ert­ingu í lung­um og önd­un­ar­vegi. „Þeir sem eru viðkvæm­ir fyr­ir í önd­un­ar­fær­um ættu að hvetja sam­borg­ara sína til að láta bíl­inn vera á morg­un. Ann­ars þarf fólk að forðast úti­vist og tak­marka áreynslu í ná­grenni stórra um­ferðargatna.“

mbl.is