Rafbílavæðing hagkvæm fyrir neytendur og ríki

Rafbíll í hleðslu. Til lengri tíma litið er rafbílavæðing hagkvæm …
Rafbíll í hleðslu. Til lengri tíma litið er rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðina, til viðbótar við þann umtalsverða árangur sem hún skilar í samdrætti á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Mynd úr safni. AFP

Til lengri tíma litið er raf­bíla­væðing hag­kvæm fyr­ir þjóðina, til viðbót­ar við þann um­tals­verða ár­ang­ur sem hún skil­ar í sam­drætti á út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda. Þetta eru niður­stöður grein­ing­ar sem unn­in var af Há­skóla Íslands og Há­skól­an­um í Reykja­vík á veg­um Samorku, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins, Orku­set­urs, Íslenskr­ar nýorku og Grænu ork­unn­ar og sem kynnt var nú í morg­un.

Þá hef­ur raf­bíla­væðing að sögn skýrslu­höf­unda einnig önn­ur já­kvæð óbein áhrif sem snerta þjóðar­hag, svo sem minni loft­meng­un og aukið orku­ör­yggi. Eru þau áhrif sögð verða já­kvæðari eft­ir því sem raf­bíla­væðing­in verður dýpri.

„Þegar þess­ir þætt­ir eru tekn­ir til greina eru áhrif raf­bíla­væðing­ar ótví­rætt þjóðhags­lega já­kvæð,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Raf­bíla­væðing nauðsyn­leg en dug­ar ekki ein og sér

Ólík­legt er hins veg­ar, að mati skýrslu­höf­unda, að raf­bíla­væðing ein og sér muni leiða til þess að mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins  um sam­drátt í út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda frá sam­göng­um verði náð fyr­ir árið 2030, þó að raf­bíla­væðing­in sé nauðsyn­leg­ur þátt­ur í þeirri veg­ferð.

Þau áhrif sem raf­bíla­væðing­in mun hafa á af­komu rík­is­sjóðs eru háð þeim leiðum og stjórn­tækj­um sem beitt verður til að hafa áhrif á orku­skipti í sam­göng­um. Segja skýrslu­höf­und­ar raf­bíla­væðing­unni þó muni fylgja kostnaður til skemmri tíma, en stýra megi því hvar hann lendi „með réttri notk­un á stjórn­tækj­um“.

Sú grein­ing sem fjallað er um í skýrsl­unni  bygg­ir á tveim­ur líkön­um. Ann­ars veg­ar á þjóðhags­líkani og hins veg­ar á líkani af ís­lenska orku­kerf­inu sem bygg­ir á aðferðafræði kvikra kerf­is­lík­ana (e. system dynamics). Sviðsmynd­irn­ar sem notaðar eru í grein­ing­unni eru svo ann­ars veg­ar óbreytt ástand, sem miðast við að nú­gild­andi regl­ur um gjöld á öku­tæki og eldsneyti séu óbreytt­ar til árs­ins 2050, og hins veg­ar sviðsmynd sem bygg­ir á skýrslu starfs­hóps um skatta á öku­tæki og eldsneyti fyr­ir árin 2020-2025. Þá eru einnig skoðaðar sviðsmynd­ir þar sem ann­ars veg­ar er bætt við íviln­un­um fyr­ir hreina raf­bíla og hins veg­ar þar sem bann við ný­skrán­ingu bíla sem ganga ein­göngu fyr­ir jarðefna­eldsneyti tek­ur gildi árið 2030.

Já­kvætt fyr­ir ríkið og neyt­end­ur

Gefa niður­stöður þess­ara sviðsmynda til kynna að heild­aráhrif raf­bíla­væðing­ar séu já­kvæð með til­liti til þjóðhags­legra stærða og fjár­hags­legra hags­muna neyt­enda.

Sú sviðsmynd  sem styður best við þau mark­mið að draga hratt úr út­blæstri með hlut­falls­lega litl­um kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð og bíla­eig­end­ur eru svo­nefnd­ar „Til­lög­ur með viðbót“, en  þar er gert ráð fyr­ir var­an­legri virðis­auka­skatt­sí­viln­un á hrein­um raf­magns­bif­reiðum. Árang­ur­inn í sam­drætti af þeirri sviðsmynd er hins veg­ar mun lak­ari, en í þeirri sviðsmynd þar sem bann er sett.

Sam­kvæmt sviðsmynd­inni sem ger­ir ráð fyr­ir banni næst mik­ill ár­ang­ur eft­ir árið 2030 þegar bann við sölu bíla sem brenna jarðefna­eldsneyti tek­ur gildi og „við lok árs­ins 2050 er fjöldi raf­magns­bif­reiða sam­bæri­leg­ur við sviðsmynd­ina „Til­lög­ur með viðbót“, og út­blást­ur hef­ur einnig dreg­ist álíka mikið sam­an. Hins veg­ar er út­blást­ur árið 2030 veru­lega meiri í sviðsmynd­inni „Til­lög­ur með banni“ held­ur en í „Til­lög­ur með viðbót“, og upp­safnaður heild­ar­út­blást­ur er einnig um­tals­vert meiri,“ seg­ir í niður­stöðum skýrsl­unn­ar.

Íviln­un­um og banni verði blandað sam­an

Af þessu segja skýrslu­höf­und­ar að draga megi þá álykt­un að bannið sé sterk aðgerð sem hafi já­kvæð áhrif. Þörf sé þó á öðrum áhrifa­rík­um aðgerðum þar til það taki gildi, þar sem 12 ára tíma­bilið frá 2018 til 2030 skipti miklu máli.

Því geti verið áhuga­vert að skoða fleiri sviðsmynd­ir þar sem íviln­un­um og banni sé blandað sam­an. „Einnig væri áhuga­vert að taka inn í grein­ing­una aðra vist­væna val­mögu­leika svo sem met­an og vetni. Því til viðbót­ar væri áhuga­vert að greina bet­ur aðgerðir sem taka til þyngri öku­tækja til at­vinnu­rekstr­ar­nota.“

Breyt­ing­ar á sam­setn­ingu ís­lenska bíla­flot­ans er verk­efni sem tek­ur lang­an tíma og því „afar ólík­legt“ að raf­bíla­væðing ein og sér leiði til þess að mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins verði náð fyr­ir árið 2030, þótt hún sé vissu­lega nauðsyn­leg­ur þátt­ur í þeirri veg­ferð. „Til að mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins verði náð að fullu þarf mun áhrifa­rík­ari aðgerðir en hafa verið greind­ar í þess­ari skýrslu, ásamt því að skoða aðrar kerf­is­leg­ar breyt­ing­ar eins og til dæm­is að greiða fyr­ir úr­eld­ingu meng­andi bif­reiða, efl­ingu al­menn­ings­sam­gangna og aðgerða  sem stuðla að breytt­um ferðavenj­um,“ seg­ir í niður­lög­um skýrsl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina