Sunna Elvíra Þorkelsdóttir lögfræðingur slasaðist í janúar þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni. Hún er í viðtali við tímarit Smartlands sem fylgir Morgunblaðinu á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem Smartland gefur út tímarit en vefurinn er á áttunda ári.
Í viðtalinu í tímariti Smartlands segir Sunna Elvíra frá því hvernig líf hennar hefur verið síðustu mánuði. Hún skildi við eiginmann sinn, Sigurð Kristinsson, í vor og býr ein með dóttur sinni í sérútbúinni íbúð fyrir fatlaða.
„Það lá ljóst fyrir að við yrðum að skilja, en þetta voru þung skref inn á skrifstofu sýslumanns því það er erfitt að skilja. Við vorum búin að vera saman í fimm ár og eigum dóttur saman.
Þetta voru ákveðin kaflaskil. Ég ákvað eiginlega fljótlega eftir slysið að ég yrði að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, minn bata og mína endurhæfingu. Fyrir mitt leyti var betra fyrir mig að ganga
í gegnum þetta ein svona eftir á að hyggja,“ segir hún.