Á framhaldshluthafafundi HB Granda í dag kynntu starfsmenn Kviku banka hf. samantekt minnisblaðs vegna fyrirhugaðra kaupa HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur, en óskað var eftir nýju mati Kviku á kaupunum á hluthafafundi 16. október.
Í kjölfarið var tillaga stjórnar til hluthafafundarins um að staðfesta ákvörðun um kaupin tekin fyrir og var tillagan samþykkt með 95,8% atkvæða þeirra hluthafa sem fundinn sátu.
Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var skipuð til þess að meta fyrirhuguð viðskipti um kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur og skilmála þeirra og var gert að gera helstu forsendur og niðurstöður álitsins aðgengilegar eigi síðar en 29. október og var ákvörðun hluthafafundar um ákvörðun stjórnar um kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur frestað til framhaldsfundarins 2. nóvember.