Krefjast jafnræðis í veiðigjöldum

Fáskrúðsfjörður í Fjarðabyggð. Tekið er fram að í sveitarfélaginu starfi …
Fáskrúðsfjörður í Fjarðabyggð. Tekið er fram að í sveitarfélaginu starfi þrjú stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki. mbl.is/Sigurður Bogi

Sé það vilji stjórn­valda að leggja á veiðigjöld, þá hlýt­ur það að vera ský­laus krafa að jafn­ræði sé í slíkri skatt­lagn­ingu og að ein grein sjáv­ar­út­vegs verði ekki tek­in út sér­stak­lega og lögð á hana auk­in gjöld um­fram aðrar. Þetta seg­ir í um­sögn bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar sem send hef­ur verið Alþingi vegna frum­varps sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra til breyt­inga á lög­um um veiðigjöld. 

Í bók­un bæj­ar­ráðs, sem samþykkt var á fundi ráðsins á mánu­dag, seg­ir að ráðið mót­mæli harðlega boðaðri auka­gjald­töku, í formi 10% hækk­un­ar á heild­ar­tekj­um út­gerðar, sem lögð verði á upp­sjáv­ar­stofna um­fram aðrar teg­und­ir sjáv­ar­fangs.

Mátt­ar­stólp­ar í sveit­ar­fé­lag­inu

„Með því að hækka heild­ar­tekj­ur um 10% get­ur reikni­stofn veiðigjalds hækkað allt að 50% til 60% sem þýðir í raun að skatt­stofn er í raun milli 46% til 66% á upp­sjáv­ar­teg­und­ir en ekki 33% eins og boðað er á aðrar fisk­teg­und­ir,“ seg­ir í bók­un ráðsins, sem varð svo að um­sögn til Alþing­is.

Tekið er fram að í sveit­ar­fé­lag­inu starfi þrjú stór og öfl­ug sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem hafi fjár­fest mikið í upp­bygg­ingu og skipa­kosti í tengsl­um við veiðar á upp­sjáv­ar­af­urðum.

„Þessi fyr­ir­tæki eru mátt­ar­stólp­ar í Fjarðabyggð hvað varðar at­vinnu, tekj­ur og sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu og leggja mikið til ís­lensk sam­fé­lags í formi skatta og verðmæta­sköp­un­ar til út­flutn­ings. Sé það vilji stjóm­valda að leggja á veiðigjöld þá hlýt­ur það að vera ský­laus krafa að jafn­ræði sé í slíkri skatt­lagn­ingu og ein grein sjáv­ar­út­vegs ekki tek­in út sér­stak­lega og lagt á hana auk­in gjöld um­fram aðrar, að ógleymdu þeirri miklu óvissu sem nú rík­ir varðandi stöðu loðnu- og mak­ríl­stofns­ins. Slíkt mun verða til þess að fjár­fest­ing­ar og frek­ari upp­bygg­ing í upp­sjáv­ariðnaði mun drag­ast sam­an.“

Sveit­ar­fé­lög fái hlut­deild í veiðigjöld­um

Bæj­ar­ráðið bend­ir einnig á fyrri bók­an­ir sín­ar um veiðigjöld, „og þá eðli­legu kröfu að veiðigjöld séu sann­gjöm og í takt við af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins hverju sinni“.

„Einnig ít­rek­ar bæj­ar­ráð þá af­stöðu sína að viðkom­andi sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­lög fái hlut­deild í veiðigjöld­um í ljósi þeirra fjár­fest­inga sem viðkom­andi sveit­ar­fé­lög hafa lagt út í og hvaðan þessi út­flutn­ings­verðmæti koma.“

mbl.is