ÚR kaupir þriðjung í Solo Holding

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hef­ur keypt þriðjungs­hlut í einka­hluta­fé­lag­inu Solo Hold­ing. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Solo Hold­ing, en aðrir eig­end­ur þess eru FISK-Sea­food, Jakob Val­geir, Nes­fisk­ur og Sjáv­ar­sýn.

Þeir hlut­haf­ar eiga hver um sig 16,67% hlut í fé­lag­inu auk þess að vera með bein­um hætti hlut­haf­ar í Ice­land Sea­food In­ternati­onal, en Solo Hold­ing sjálft á sam­tals 9% eign­ar­hlut í ISI, sem skráð er á Nas­daq First North markaðinn.

Aðal­eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur er Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda.

Bjarni Ármanns­son, stjórn­ar­formaður Solo Hold­ing, seg­ir það ánægju­legt að fá Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur í hóp eig­enda fé­lags­ins, og þar með einnig ISI.

„Hóp­ur­inn sem stend­ur að baki Solo Hold­ing býr yfir mik­illi þekk­ingu á fram­leiðslu og verðmæta­sköp­un í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Með þess­um viðskipt­um styrkj­um við bak­land Ice­land Sea­food In­ternati­onal en mark­mið ISI er að stækka virðiskeðju sjáv­ar­fangs og efla enn frek­ar sókn á er­lend­um mörkuðum.“

mbl.is