Laxinn vex betur en þekkst hefur eystra

Guðmundur segir að gengið sé að lagast og því fáist …
Guðmundur segir að gengið sé að lagast og því fáist gott verð fyrir afurðirnar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lax­inn hjá Fisk­eldi Aust­fjarða í Beruf­irði hef­ur vaxið vel í sum­ar og haust. Slátrun hófst í gær eft­ir haust­hlé, tveim­ur mánuðum fyrr en á síðasta ári, enda er lax­inn orðinn 6,2 kg að meðaltali eft­ir aðeins 16 mánaða eldi í sjókví­um. Guðmund­ur Gísla­son, stjórn­ar­formaður Fisk­eld­is Aust­fjarða, seg­ir að aldrei áður hafi náðst jafn góður ár­ang­ur í lax­eldi á Aust­fjörðum.

Guðmund­ur seg­ir að vaxt­ar­skil­yrði hafi verið góð, vegna góðrar tíðar. Sum­arið hafi verið ein­stak­lega gott og ekki hafi gert óveður í haust eins og stund­um áður. Þá seg­ir hann að góður tækja­búnaður hjálpi til við að auka vöxt fisks­ins. Fisk­eldi Aust­fjarða hafi til dæm­is fengið nýtt mynda­véla­kerfi í fe­brú­ar. Með því sé hægt að fylgj­ast ná­kvæm­lega með því hvernig fisk­ur­inn tek­ur fóður, hvort sem hann er of­ar­lega eða neðarlega í sjókví­un­um. Það hjálpi til við að hafa fóðrun­ina ná­kvæma.

Lax­inn frá Fisk­eldi Aust­fjarða er vottaður af AquaGap og á aðgang að einni virt­ustu mat­vöru­keðju Banda­ríkj­anna. Guðmund­ur seg­ir að gengið sé að lag­ast og því fá­ist gott verð fyr­ir afurðirn­ar.

„Lax­inn okk­ar fær ein­göngu hágæða fóður sem búið er til úr nátt­úru­leg­um hrá­efn­um. Við fylgj­um ströngustu stöðlum um búnað og ör­yggi. Ekki hef­ur orðið vart við lús á lax­in­um eða sjúk­dóma og lax­inn hef­ur enga meðhöndl­un fengið við slíku fyr­ir slátrun. Ástand sjáv­ar og botns við kví­ar hef­ur verið vaktað frá því fyr­ir út­setn­ingu seiða og á há­marks álagi og niður­stöðurn­ar sýna að sjálf­bærni er tryggð,“ seg­ir Guðmund­ur.

Rætt er nán­ar við Guðmund í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: