Aðgerðaleysi stjórnarinnar um að kenna

Heiðveig María er sjómaður á Engey hjá HB Granda.
Heiðveig María er sjómaður á Engey hjá HB Granda. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir seg­ir ekki koma til greina hún geri stjórn­end­um Sjó­manna­fé­lags Íslands þann greiða að ganga úr fé­lag­inu. Hún er þó þakk­lát þeim fé­lög­um sem hafi boðið henni aðild að und­an­förnu.

Heiðveig María og Drífa Snæ­dal, ný­kjör­inn formaður Alþýðusam­bands Íslands, voru gest­ir Páls Magnús­son­ar í þætt­in­um Þing­vell­ir á út­varps­stöðinni K100 í morg­un. Þær voru þangað komn­ar til að ræða stöðu Heiðveig­ar og stöðuna í Sjó­manna­fé­lag­inu al­mennt.

Hátt í 200 fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags Íslands hafa óskað eft­ir fé­lags­fundi í kjöl­far brottrekst­ar Heiðveig­ar úr fé­lag­inu og gagn­rýnt aðgerða- og svara­leysi stjórn­ar fé­lags­ins. Þá hafa for­menn annarra verka­lýðsfé­laga blandað sér í umræðuna og for­dæmt brottrekst­ur Heiðveig­ar, sem und­ir­býr stefnu til Fé­lags­dóms og stend­ur föst á því að hún ætli í fram­boð til for­manns.

Meiri skrípaleik­ur eft­ir því sem líður á

Í þætt­in­um sagði Heiðveig það ótrú­legt að stjórn fé­lags­ins sæi ekki að aldrei hafi verið eins mik­il þörf á fé­lags­fundi og nú, en stjórn­in hef­ur ekki svarað ósk fé­lags­manna um fund né staðfest mót­töku beiðninn­ar. „Þetta verður meiri skrípaleik­ur eft­ir því sem líður á,“ sagði Heiðveig, og að staðan sem upp væri kom­in væri aðgerðal­eysi stjórn­ar­inn­ar að kenna.

Sjó­manna­fé­lagið til­heyr­ir hvorki Alþýðusam­bandi Íslands né öðrum heild­ar­sam­tök­um verka­lýðsfé­laga. „Ég er bara að skipta mér að af því ég hef áhuga á því að fólk eigi skjól í sín­um verka­lýðsfé­lög­um og að þau séu vel rek­in,“ sagði Drífa og að vand­ræðagang­ur sem þessi hefði áhrif á öll stétt­ar­fé­lög.

Drífa vill að fólk eigi skjól í sínu stéttarfélagi.
Drífa vill að fólk eigi skjól í sínu stétt­ar­fé­lagi. mbl.is/​Valli

Í lýðræðis­legu starfi væri venj­an að liðka fyr­ir því að fólk geti boðið sig fram og kosið. Drífa sagði mun­inn á kjörgengi og kosn­inga­rétti inn­an Sjó­manna­fé­lags­ins at­hygl­is­verðan.

Áhyggju­efni að fólki sé meinað að bjóða sig fram

„Hjá megni fé­laga inn­an ASÍ ertu orðinn full­gild­ur fé­lags­maður eft­ir þrjá mánuði og reynt hef­ur verið að haga því þannig að fólki sé auðvelt að bjóða sig fram, sama hvað manni finnst um fólk þannig að þetta er áhyggju­efni,“ sagði Drífa. Hún hef­ur bent sjó­mönn­um á að stétt­ar­fé­lög eigi að vinna fyr­ir sitt fólk og að í til­vik­um sem þess­um geti heild­ar­sam­tök á borð við ASÍ gripið í taum­ana. „Sjó­menn geta gengið í önn­ur sjó­manna­fé­lög  sem eru inn­an ASÍ, vilji þeir fá skjól í sínu fé­lagi.“

Hún skildi þó sjón­ar­mið Heiðveig­ar, sem sagðist ekki vilja gera stjórn­ar­mönn­um Sjó­manna­fé­lags­ins, sem haldið hefði verið í gísl­ingu, þann greiða að ganga úr fé­lag­inu og losna þannig við „óþekku krakk­ana“.

Aðspurð sagðist Heiðveig þó myndu skoða það að Sjó­manna­fé­lagið gengi í heild­ar­sam­tök, til dæm­is ASÍ eða Sjó­manna­sam­bandið, yrði hún formaður þess. „En ég myndi aldrei gera þetta ein. Ég myndi taka umræðuna, þetta yrði ekki ákvörðun mín eða ein­hverra stjórn­ar­manna held­ur þyrfti að taka þetta frá botni og upp.“

mbl.is