„Gríðarlegt högg fyrir svona samfélög“

Frá Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness, þar sem sjá má stórbrotna …
Frá Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness, þar sem sjá má stórbrotna kletta bera við himin. Vífill segir Snæfellsnes hafa notið góðs af vaxandi ferðaþjónustu, en að séð sé fram á samdrátt. mbl.is/Eggert

Af­koma fyr­ir­tækja í botn­fiskút­gerð á síðasta ári versnaði hlut­falls­lega tölu­vert meira í Norðvest­ur­kjör­dæmi en ann­ars staðar á land­inu. Þetta kem­ur fram í skýrslu sem end­ur­skoðunar- og ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Deloitte tók sam­an fyr­ir Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi, Fjórðungs­sam­band Vest­f­irðinga og Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Norður­landi vestra.

Veiðigjöld höfðu sér­stak­lega mik­il áhrif á rekstr­ar­árið, en þau meira en þrefölduðust á milli ára. Þannig námu þau 806 millj­ón­um fisk­veiðiárið 2015/​16, 600 millj­ón­um 2016/​17, en um 2.500 millj­ón­um fisk­veiðiárið 2017/​18, sam­kvæmt út­tekt Deloitte.

Þessu veld­ur af­nám sér­stakra lækk­ana, sem lækkuðu veiðigjöld­in um 310-385 millj­ón­ir þau tvö fisk­veiðiár sem á und­an komu, og einnig góð af­koma tveim­ur árum fyr­ir álagn­ingu veiðigjald­anna á fisk­veiðiár­inu 2017/​18, sem myndaði reikni­grunn­inn fyr­ir inn­heimtu þeirra.

Heim­ild: Deloitte

Fram­lag upp­sjáv­ar­veiða „í rýr­ari kant­in­um“

Víf­ill Karls­son, hag­fræðing­ur og at­vinnuráðgjafi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi, seg­ir háa álagn­ingu veiðigjalda leggj­ast sér­stak­lega hart á smá­ar og/​eða skuld­sett­ar út­gerðir.

„Þeir sem í gegn­um tíðina hafa verið að reyna að viðhalda veiðigetu sinni, á sama tími og kvót­inn var sí­fellt skert­ur ár frá ári, hafa þurft að skuld­setja sig til að viðhalda henni, og þá einkum í bol­fiski,“ seg­ir Víf­ill í sam­tali við 200 míl­ur. Hann bend­ir á að í kjör­dæm­inu séu aðallega stundaðar botn­fisk­veiðar, sem hafi komið verr út úr álagn­ingu veiðigjalda.

„Fram­lag upp­sjáv­ar­veiðanna til veiðigjalda er í rýr­ari kant­in­um, það verður að segj­ast eins og er,“ seg­ir hann. „Litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir eru auk þess að fara verst út úr þessu kerfi eins og það er, og það eru nán­ast einu út­gerðirn­ar í kjör­dæm­inu.“

Heim­ild: Deloitte

Upp­söfnuð þörf á end­ur­nýj­un

Spurður hvort þau rök haldi, að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafi átt að leggja fyr­ir þegar vel áraði til að geta greitt veiðigjöld tveim­ur árum síðar, seg­ir Víf­ill að málið sé ekki svo ein­falt og að fara þurfi lengra aft­ur í tím­ann til að leita skýr­inga.

„Fyrst og fremst hafði sjáv­ar­út­veg­ur­inn lengi þurft að þola sterka krónu, í aðdrag­anda banka­hruns­ins, en eft­ir það veikt­ist hún veru­lega og varð hliðholl at­vinnu­grein­inni áður en hún styrkt­ist síðan aft­ur núna seinni árin. En um mjög langt ára­bil höfðu menn ekki getað end­ur­nýjað skip og ann­an búnað nógu hratt vegna dræmr­ar af­komu,“ seg­ir hann.

„Það var því orðin gríðarleg upp­söfnuð þörf á end­ur­nýj­un í veiðum og vinnslu, sem menn hafa svo reynt að svara um leið og krón­an styrkt­ist aft­ur, til að fá meira fyr­ir pen­ing­inn úti. Þó það komi því nokk­ur góð ár með betri af­komu, þá hafa menn notað þann meðbyr fyrst og fremst til að svara þeirri þörf, og það á jafnt við um litl­ar og meðal­stór­ar út­gerðir ann­ars veg­ar og þær stóru hins veg­ar, þó vissu­lega fari meira fyr­ir end­ur­nýj­un stóru tog­skip­anna.“

Hann nefn­ir mikla end­ur­nýj­un sem nú stend­ur yfir hjá út­gerðinni G.Run á Grund­arf­irði. „Hún mun stór­bæta nýt­ing­una og gæðin verða meiri. Útgerðin er þvi sam­keppn­is­hæf­ari og rekst­ur­inn von­andi traust­ari í sessi. Það er erfitt að segja að þeir hefðu átt að geta safnað fyr­ir hinu líka.“

Ólafsvík. Útgerð og fiskvinnsla eru þar meginstoðir í atvinnulífinu.
Ólafs­vík. Útgerð og fisk­vinnsla eru þar meg­in­stoðir í at­vinnu­líf­inu. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Sveit­ar­fé­lög­in reiða sig á sjáv­ar­út­veg

Ut­ar­lega á Snæ­fellsnesi byggja sveit­ar­fé­lög­in sinn hag á sjáv­ar­út­vegi, enda var til þeirra stofnað á sín­um tíma í þeim til­gangi. „Þar kem­ur rúm­ur helm­ing­ur tekn­anna beint úr sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir Víf­ill. „Ferðaþjón­ust­an er á því svæði að skila í mesta lagi 10% tekna, þó Snæ­fellsnesið sé vin­sæll staður fyr­ir ferðamenn heim að sækja. Í veiðigjöld­un­um felst því gríðarlegt högg fyr­ir svona sam­fé­lög, þar sem allt hvíl­ir á sjáv­ar­út­vegi.“

Víf­ill bend­ir einnig á að mik­ill fjöldi smá­báta sé gerður út frá Snæ­fellsnesi.

„Ég veit að í smá­báta­út­gerðinni hafa menn sér­stak­ar áhyggj­ur. Þessi mikla hækk­un veiðigjalda og þær breyt­ing­ar sem í stefn­ir með frum­varp­inu valda því að menn hrein­lega hætta eða eru að íhuga að hætta,“ seg­ir hann.

„Og þá er ekki svo ein­falt að fara í eitt­hvað annað. Við höf­um notið góðs af auk­inni ferðaþjón­ustu en nú er ein­mitt að hægja á vext­in­um þar og menn sjá fram á all­nokk­urn sam­drátt í ferðaþjón­ustu í þess­ari fjar­lægð frá höfuðborg­inni. Dval­ar­tími er að stytt­ast og því minnk­ar gist­ing á öðrum stöðum en á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið.
Strand­veiðiflot­inn á Grund­arf­irði spegl­ar sig eft­ir sum­arið. mbl.is/​Gunn­ar Kristjáns­son

Skrýtið að vera ein­ir um auðlinda­gjaldið

Snæ­fellsnesið sé því að upp­lifa högg á tveim­ur stöðum, þó annað sé vissu­lega þyngra en hitt.

„Eitt finnst okk­ur einnig skjóta skökku við, eins og aðrir hafa bent á. Ef sjáv­ar­út­veg­ur á að inna af hendi þessi auðlinda­gjöld ár eft­ir ár, hvað með all­ar aðrar at­vinnu­grein­ar sem nýta auðlind­ir lands­ins? Menn eru al­veg til­bún­ir að borga nýt­ing­ar­gjald af auðlind, en þeim finnst skrýtið að vera ein­ir um það,“ seg­ir hann.

„Þá mynd­um við líka vilja fá að sjá meira af auðlinda­gjöld­um ganga beint til upp­bygg­ing­ar og þró­un­ar innviða um allt landið, og kannski einkum vegna at­vinnu­greina sem byggja á nýt­ingu nátt­úru­auðlinda eins og ferðaþjón­ustu, sjáv­ar­út­vegs, orku­vinnslu og land­búnaði. Þannig væri hægt að stuðla að sjálf­bærri nýt­ingu og rekstri.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina