Ekki boðað til félagsfundar í Sjómannafélaginu

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Ekki verður boðað til fé­lags­fund­ar í Sjó­manna­fé­lagi Íslands líkt og á annað hundrað manna óskuðu eft­ir fyr­ir helgi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Á föstu­dag skrifuðu 163 und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem óskað var eft­ir því að stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands myndi boða til fé­lags­fund­ar inn­an sól­ar­hrings, í ljós grafal­var­legr­ar stöðu fé­lags­ins. Með því var verið að vísa í brottrekst­ur Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur for­manns­fram­bjóðanda, sem var vikið úr fé­lag­inu vegna ásak­ana á hend­ur stjórn fé­lags­ins. Sér­stak­lega var óskað eft­ir því að hún yrði boðuð á fund­inn.

Þriðjung­ur und­ir­skrift­anna frá fé­lags­mönn­um

Í til­kynn­ingu frá Sjó­manna­fé­lag­inu, sem Jón­as Garðars­son, formaður fé­lags­ins, skrif­ar und­ir, kem­ur fram að skrif­stofa fé­lags­ins hafi borið und­ir­skrift­irn­ar 163 sam­an við fé­laga­skrána og við það kom í ljós að inn­an við þriðjung­ur und­ir­skrift­anna, 52 tals­ins, eru fé­lags­menn. Sam­kvæmt lög­um fé­lags­ins þarf stjórn að boða til fé­lags­fund­ar ef 100 fé­lags­menn eða fleiri fara fram á það og til­greina fund­ar­efni. Því hafi verið ákveðið að boða ekki til fé­lags­fund­ar. Hins veg­ar verður trúnaðarmannaráð fé­lags­ins sem tók ákvörðun um brott­vikn­ingu Heiðveig­ar Maríu kallað sam­an fljót­lega.

„Í þess­um þætti fjöl­miðlafars­ans er sama inni­stæðan og í öll­um hinum. Farið er fram með stór­lega ýkt­ar eða upp­logn­ar staðhæf­ing­ar sem stand­ast enga skoðun en rata í stór­ar fyr­ir­sagn­ir áður en þær missa flugið og fjara út,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir einnig að Heiðveig María hafi ít­rekað borið fram upp­logn­ar sak­ir á for­ystu fé­lags­ins og „skaðað það með vís­vit­andi og því miður áþreif­an­leg­um hætti.“ Þess vegna var tek­in ákvörðun um að vísa henni úr fé­lag­inu. Sjó­manna­fé­lagið árétt­ar einnig í til­kynn­ing­unni að í mati á kjörgengi henn­ar til fram­boðs til stjórn­ar­for­mennsku og brott­vikn­ingu úr fé­lag­inu hef­ur í einu og öllu verið farið að lög­um og regl­um fé­lags­ins.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að á síðustu dög­um hafa verið born­ar ærumeiðandi ásak­an­ir á for­ystu Sjó­manna­fé­lags Íslands um klíku­skap, klæki og fanta­skap; ólög­leg­ar laga­breyt­ing­ar, föls­un fund­ar­gerða og að slíta blaðsíður úr fund­ar­gerðabók. „Ávirðing­ar Heiðveig­ar Maríu hafa komið í veg fyr­ir löngu tíma­bæra sam­ein­ingu sjó­manna sem hún hef­ur kallað „klikkaðar til­raun­ir“.“

Að lok­um seg­ir í til­kynn­ing­unni að Sjó­manna­fé­lag Íslands verði „ekki yf­ir­tekið með baktjalda­makki og áhlaupi ut­anaðkom­andi fólks.“

Til­kynn­ingu Sjó­manna­fé­lags Íslands í heild sinni má lesa hér að neðan: 

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir hef­ur að und­an­förnu gagn­rýnt for­ystu Sjó­manna­fé­lags Íslands afar harka­lega í fjöl­miðlum. Hún hef­ur ít­rekað borið fram upp­logn­ar sak­ir á for­ystu fé­lags­ins og skaðað það með vís­vit­andi og því miður áþreif­an­leg­um hætti. Þess vegna var tek­in ákvörðun um að vísa henni úr fé­lag­inu. Það skal áréttað að í mati á kjörgengi henn­ar til fram­boðs til stjórn­ar­for­mennsku og brott­vikn­ingu úr fé­lag­inu hef­ur í einu og öllu verið farið að lög­um og regl­um fé­lags­ins.

Efnt var til und­ir­skrifta­söfn­un­ar vegna áskor­un­ar um að hald­inn yrði fé­lags­fund­ur. Und­ir­skriftalist­inn var send­ur til skrif­stofu fé­lags­ins eft­ir lok­un klukk­an fjög­ur síðastliðinn föstu­dag. Rúm­um sól­ar­hring síðar, eða klukk­an tvö að morgni sunnu­dags­ins, sendu aðstand­end­ur söfn­un­ar­inn­ar frá sér harðorð mót­mæli vegna þess að fé­lagið hefði ekki kvittað fyr­ir mót­töku list­ans og brugðist við hon­um með því að boða til fé­lags­fund­ar strax þessa sömu helgi. Í frétt­um var skýrt frá því að safn­ast hefðu 163 und­ir­skrift­ir en sam­kvæmt lög­um fé­lags­ins þarf stjórn að boða til fé­lags­fund­ar ef 100 fé­lags­menn eða fleiri fara fram á það og til­greina fund­ar­efni.

Skrif­stofa Sjó­manna­fé­lags Íslands hef­ur nú borið þess­ar 163 und­ir­skrift­ir sam­an við fé­laga­skrána. Inn­an við þriðjung­ur und­ir­skrift­anna, eða 52 ein­stak­ling­ar, eru fé­lags­menn. Hinir eitt hundrað og ell­efu eru það ekki. Í þess­um þætti fjöl­miðlafars­ans er sama inni­stæðan og í öll­um hinum. Farið er fram með stór­lega ýkt­ar eða upp­logn­ar staðhæf­ing­ar sem stand­ast enga skoðun en rata í stór­ar fyr­ir­sagn­ir áður en þær missa flugið og fjara út. Born­ar hafa verið ærumeiðandi ásak­an­ir á for­ystu Sjó­manna­fé­lags Íslands um klíku­skap, klæki og fanta­skap; ólög­leg­ar laga­breyt­ing­ar, föls­un fund­ar­gerða og að slíta blaðsíður úr fund­ar­gerðabók. Ávirðing­ar Heiðveig­ar Maríu hafa komið í veg fyr­ir löngu tíma­bæra sam­ein­ingu sjó­manna sem hún hef­ur kallað „klikkaðar til­raun­ir“.

Það verður ekki boðað til fé­lags­fund­ar í Sjó­manna­fé­lagi Íslands á grund­velli þess­ara und­ir­skrifta. Hins veg­ar verður trúnaðarmannaráð fé­lags­ins sem tók ákvörðun um brott­vikn­ingu Heiðveig­ar Maríu kallað sam­an fljót­lega. Um kjörgengi í stjórn­ar­kosn­ing­um þarf hins veg­ar ekki að ræða. Brott­vikn­ing­in skipt­ir engu máli hvað það varðar. Þar eru lög fé­lags­ins um hið minnsta þriggja ára fé­lagsaðild afar skýr. Fé­lagið verður ekki yf­ir­tekið með baktjalda­makki og áhlaupi ut­anaðkom­andi fólks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina