Mátti ekki sekta Samherja

Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, sem taldi Seðlabankanum ekki hafa …
Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, sem taldi Seðlabankanum ekki hafa verið heimilt að sekta Samherja. mbl.is/Kristinn

Hæstirétt­ur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl í fyrra um að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyr­ir­tækið Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um.

Gjald­eyris­eft­ir­lit Seðlabank­ans taldi fyr­ir­tækið hafa brotið gjald­eyr­is­lög og stóð fyr­ir hús­leit hjá Sam­herja árið 2012. Seinna tók sér­stak­ur sak­sókn­ari við mál­inu, en hann ákvað að fella niður saka­mál vegna þess­ara meintu brota. Ákvað Seðlabank­inn þá að beita stjórn­valds­sekt­um upp á 15 millj­ón­ir króna.

Í niður­stöðu héraðsdóms, sem Hæstirétt­ur staðfesti kom m.a. fram að í mál­inu hafi „ekk­ert komið fram um að ákvörðun Seðlabanka Íslands um að hefja meðferð máls Sam­herja að nýju hafi byggst á nýj­um gögn­um.“  Seðlabank­inn hafi ekki með nein­um hætti sýnt fram á við meðferð máls­ins á hvaða grund­velli hon­um hafi verið heim­ilt að taka málið upp að nýju.

Að mati dóms­ins var hins veg­ar „ríkt til­efni til slíks rök­stuðnings“, einkum vegna „þess veru­lega drátt­ar“ sem orðið hafði á meðferð máls­ins hjá Seðlabank­an­um.

Var Seðlabank­an­um gert með dómi héraðsdóms að greiða all­an máls­kostnað, eða alls fjór­ar millj­ón­ir króna.

mbl.is