Seðlabankinn hafi „beðið afhroð“

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs …
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Með þess­um dómi lýk­ur end­an­lega tæp­lega sjö ára aðför Seðlabank­ans á hend­ur Sam­herja. Öllum full­yrðing­um og sök­un­um Seðlabank­ans á hend­ur Sam­herja og starfs­fólki okk­ar hef­ur verið hnekkt og bank­inn beðið af­hroð,“ skrifa þeir Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, stjórn­end­ur Sam­herja, í tölvu­pósti til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Þeir þakka starfs­mönn­um fyr­ir að hafa aldrei misst trúna á sig og það að þeir hafi lagt sig fram við að vinna störf sín í sam­ræmi við lög og regl­ur.

Tölvu­póst­ur­inn var send­ur starfs­mönn­um eft­ir að Hæstirétt­ur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl í fyrra um að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna stjórn­valds­sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyr­ir­tækið fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um.

Þeir segja þakk­læti til starfs­manna vera þeim efst í huga eft­ir að dóm­ur Hæsta­rétt­ar féll og að það hafi verið „þung­bært að sitja und­ir ásök­un­um jafn valda­mik­ill­ar stofn­un­ar og Seðlabanka Íslands.“

„Við unn­um ásamt ykk­ur heiðarlega og sam­visku­sam­lega að rekstri okk­ar fyr­ir­tæk­is á tím­um sem eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Samstaða ykk­ar hjálp­ar okk­ur að halda áfram þegar að okk­ur er sótt,“ segja þeir Þor­steinn Már og Kristján.

mbl.is