Með lífstíðararmbönd á Airwaves

00:00
00:00

Allt frá því að Airwaves-hátíðin var hald­in í fyrsta skipti árið 1999 hafa þeir Dav­id Fricke sem er rit­stjóri hjá Roll­ing Stone og Leigh Lust sem hef­ur starfað í tón­lista­brans­an­um í þrjá ára­tugi verið fasta­gest­ir. Nú eru þeir komn­ir með lífstíðar­arm­bönd á hátíðina og voru heiðraðir við setn­ingu henn­ar.

Í há­deg­inu í dag, föstu­dag, munu þeir taka þátt í ráðstefnu á veg­um Útón sem hald­in verður á Center­hotel Plaza við Ing­ólf­s­torg. Þar munu bæði inn­lend­ir og er­lend­ir tón­list­ar­menn og fólk sem starfar í grein­inni ræða um m.a. texta­gerð, kynja­skipt­ingu og blockchain. Fricke verður með er­indi um öra þróun í fjöl­miðlun og tónlist.

Ég ræddi við þá fé­laga um hátíðina í ár og tón­listarflór­una. Fricke er ekki svo hrif­inn af því hversu rappið og hip-hopið er fyr­ir­ferðar­mikið í tón­list­ar­sen­unni en þeir eru sam­mála um að það sé kost­ur að hátíðin sé minni í ár en oft áður.  

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um ráðstefn­una er að finna hér.

mbl.is