Alvarlegur áfellisdómur

Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum við Akureyri
Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum við Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is seg­ir að dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli Sam­herja gegn bank­an­um og staðfest­ing Hæsta­rétt­ar sé mjög al­var­leg­ur áfell­is­dóm­ur yfir stjórn­sýslu Seðlabank­ans. Formaður bankaráðs Seðlabank­ans seg­ir að bank­inn hljóti að draga lær­dóm af dómn­um.

Óli Björn Kára­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að þótt hann telji dóm­inn mjög al­var­leg­an áfell­is­dóm yfir stjórn­sýslu Seðlabank­ans sé rétt og skyn­sam­legt að gefa stjórn­end­um bank­ans tæki­færi til að bregðast við niður­stöðunni og skýra sína hlið máls­ins, áður en lengra er haldið, og gefa bankaráðinu kost á að fjalla um málið.

Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, seg­ir að full ástæða sé til að fara yfir niður­stöðu Hæsta­rétt­ar. Bankaráðið kem­ur næst sam­an 21. nóv­em­ber og ger­ir Gylfi fast­lega ráð fyr­ir því að þá verði farið yfir niður­stöðu dóms­ins. „[É]g get ekki sagt neitt um það hver lær­dóm­ur­inn kann að verða þar sem ekki er búið að ræða þetta á fundi bankaráðs,“ seg­ir Gylfi í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: