Fiskkaup kaupa Sjóla ehf.

Kristrún RE, skip Fiskkaupa.
Kristrún RE, skip Fiskkaupa.

Fisk­kaup hf. hafa lokið kaup­um á öllu út­gefnu hluta­fé í út­gerðinni Sjó­la ehf., en í kaup­un­um fel­ast afla­heim­ild­ir út­gerðar­inn­ar og bát­ur­inn Njáll RE.

Þetta staðfest­ir Ásbjörn Daní­el Ásbjörns­son, hjá Fisk­kaup­um hf., í sam­tali við 200 míl­ur.

„Fyrst og fremst er þetta hugsað til þess að renna styrk­ari stoðum und­ir rekst­ur fé­lags­ins með aukn­um afla­heim­ild­um. Með aukn­um gjöld­um hef­ur stærðar­hag­kvæmn­in aldrei verið mik­il­væg­ari, eins og sést hef­ur á samþjöpp­un­inni sem hef­ur átt sér stað í grein­inni síðustu miss­eri,“ seg­ir Ásbjörn.

Ásbjörn segir veiðigjöldin hafa fimmfaldast á milli ára.
Ásbjörn seg­ir veiðigjöld­in hafa fimm­fald­ast á milli ára. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Veiðigjöld­in fimm­fald­ast á milli ára

Ásbjörn seg­ir veiðigjöld fyr­ir­tæk­is­ins hafa fimm­fald­ast á milli ára, þegar hann er spurður um stöðuna í út­gerðinni um þess­ar mund­ir.

„Maður býr nátt­úr­lega við gríðarlega óvissu all­an árs­ins hring í sjáv­ar­út­vegi og það er kannski þessi póli­tíska óvissa sem er hvað verst. En á síðasta fisk­veiðiári greidd­um við rúm­lega 158 millj­ón­ir í veiðigjöld, sem er fimm­föld­un frá fisk­veiðiár­inu þar á und­an,“ seg­ir hann.

„Mér finnst al­gjör­lega ástæða til þess að taka meira til­lit til full­vinnslu afl­ans um borð, í reikni­grunn­in­um við ákvörðun veiðigjalda. En afurðaverð á helstu mörkuðum hef­ur verið ágætt og veiðin fín það sem af er ári, þannig maður verður bara að vera bjart­sýnn á fram­haldið.“

Fisk­kaup eiga og gera út beitn­inga­véla­skipið Kristrúnu RE-177 og króka­afla­marks­bát­inn Jón Ásbjörns­son RE-777. Afli báta fé­lags­ins er áætlaður tæp 3.500 tonn á árs­grund­velli, að því er fram kem­ur á vef út­gerðar­inn­ar.

mbl.is