Hafi ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að málið hafi ekki áhrif á …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að málið hafi ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra. mbl.is/​Hari

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að dóm­ur Hæsta­rétt­ar í máli Sam­herja gegn Seðlabank­an­um hafi ekki áhrif á stöðu Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra. Katrín sagði þó, í viðtali við RÚV  í dag, að dóm­ur­inn væri „ekki góður“ fyr­ir Seðlabank­ann.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur kallað eft­ir því að Má verði sagt upp störf­um í kjöl­far dóms­ins, en Katrín seg­ir að málið sé ekki þannig vaxið að það hafi áhrif á stöðu seðlabanka­stjóra.

„Það er ekki sýnt að það sé ásetn­ing­ur á bak við málið af hálfu Seðlabank­ans,“ sagði Katrín við frétta­mann RÚV og bætti við að hún hefði rætt við formann bankaráðs Seðlabank­ans um málið.

Fram kom í máli Katrín­ar að í bankaráði yrði farið yfir málið með það að mark­miði að gera úr­bæt­ur á stjórn­sýslu bank­ans, þannig að mál sem þetta end­ur­taki sig ekki.

mbl.is