Heiðveig undirbýr mál fyrir Félagsdóm

Heiðveig María bauð sig fram í formannsembætti Sjómannafélagsins en var …
Heiðveig María bauð sig fram í formannsembætti Sjómannafélagsins en var rekin úr félaginu. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir und­ir­býr stefnu á hend­ur Sjó­manna­fé­lag­inu fyr­ir Fé­lags­dómi. Unnið er að und­ir­bún­ingi máls­ins og fer það inn á borð Fé­lags­dóms í næstu viku.

Niðurstaða Fé­lags­dóms ætti að varpa ljósi á það hvort brottrekst­ur henn­ar úr fé­lag­inu sé lög­mæt­ur og einnig verður skorið úr um lög­mæti þriggja ára regl­unn­ar, sem kveður á um að sá sem bjóði sig fram til for­manns þurfi að hafa verið greiðandi í fé­lag­inu í minnst þrjú ár.

Sam­kvæmt því sem lesa má af vefsvæði Sjó­manna­fé­lags­ins hafa fá sem eng­in mót­fram­boð við sitj­andi formann verið á und­an­förn­um árum. Ekki er held­ur að sjá, að aug­lýst hafi verið eft­ir fram­boðum til for­mann­sembætt­is.

Heiðveig seg­ir í sam­tali við mbl.is að bíða verði úr­sk­urðar Fé­lags­dóms áður en hún tjái sig með af­drátt­ar­laus­um hætti um þessi mál. Staðan sé óbreytt og verið sé að und­ir­búa málið.

Hún hyggst samt berj­ast fyr­ir breyt­ing­um á þessu. „Eitt af upp­haf­legu mark­miðum mín­um stend­ur enn óhaggað og það er að sjó­menn, all­ir sem einn, standi sam­einaðir og bet­ur und­ir­bún­ir en nokkru sinni fyrr nú á kom­andi ári, hvernig svo sem farið verður að því,“ seg­ir Heiðveig.  

„Ég held áfram að beita mér fyr­ir því ein­um eða öðrum hætti.“



mbl.is