Samúð Bjarna hjá Samherjamönnum

Bjarni Benediktsson í ræðustól Alþingis.
Bjarni Benediktsson í ræðustól Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er al­var­legt mál þegar farið er í hús­leit­ir, menn kærðir og mál eru í rann­sókn í lengri tíma og þegar upp er staðið þykir ekki hafa verið um brot að ræða,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, innt­ur um viðbrögð við niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í máli Sam­herja gegn Seðlabanka Íslands sem féll Sam­herja í vil. Í mál­inu komst rétt­ur­inn að þeirri niður­stöðu að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem bank­inn lagði á Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um.

Árið 2012 stóð Seðlabank­inn fyr­ir hús­leit­um á starfs­stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins og var mál­inu í tvígang vísað til sér­staks sak­sókn­ara. M.a. voru yf­ir­menn fyr­ir­tæk­is­ins kærðir, en sak­sókn­ari felldi niður saka­mál vegna meintra brota. Síðar var um­rædd sekt lögð á fyr­ir­tækið og var hún felld niður af Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Hæstirétt­ur staðfesti þá niður­stöðu síðan á fimmtu­dag.

Hafa kallað eft­ir fang­elsis­vist

Meðal þess sem fram kom í niður­stöðu héraðsdóms sem Hæstirétt­ur staðfesti var að ekk­ert hefði komið fram um að ákvörðun Seðlabank­ans um að hefja meðferð máls­ins að nýju hefði byggt á nýj­um gögn­um.

Sam­herja­menn hafa í kjöl­far dómsniður­stöðunn­ar kallað eft­ir af­sögn Más Guðmunds­son­ar, seðlabanka­stjóra, vegna máls­ins. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur sagt að hátt­semi seðlabanka­stjóra sé refsi­verð og að nokkuð ljóst sé að hann sé á leið í fang­elsi.

Óli Björn Kára­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að niðurstaðan væri al­var­leg­ur áfell­is­dóm­ur fyr­ir stjórn­sýslu Seðlabank­ans. Þó væri rétt og skyn­sam­legt að stjórn­end­um bank­ans yrði gefið tæki­færi til að bregðast við niður­stöðunni og skýra sína hlið máls­ins.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kallað eftir afsögn seðlabankastjóra …
Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur kallað eft­ir af­sögn seðlabanka­stjóra eft­ir niður­stöðu Hæsta­rétt­ar.

Þrískipt­ing rík­is­valds­ins hafi virkað 

„Í þessu máli var farið út í stjórn­sýslu­sekt­ir og það reynd­ist ekki laga­grund­völl­ur fyr­ir því. Það má segja að þetta sé dæmi um mál þar sem þrískipt­ing rík­is­valds­ins virk­ar,“ seg­ir Bjarni. „Við erum með sjálf­stæða dóm­stóla þar sem menn geta látið reyna á sína stöðu og þarna fékk fram­kvæmda­valdið ekki að fara sínu fram held­ur hlut­laus­ir dóm­stól­ar sem meta stöðuna,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við mbl.is.

„Það breyt­ir því ekki að það get­ur verið mjög íþyngj­andi að vera dreg­inn í gegn­um þetta ferli. Ég vænti þess að í stjórn bank­ans verði það rætt hvað fór úr­skeiðis, hvers vegna og hvernig megi læra af því,“ seg­ir hann.

„Í svona mál­um, þegar hlut­laus­ir dóm­stól­ar kom­ast að því að það hafi ekki verið til­efni og að menn séu sak­laus­ir af því sem borið er á það, þá er mín samúð hjá þeim,“ bæt­ir Bjarni við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina