Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Starfstöðvar Kampa á Ísafirði.
Starfstöðvar Kampa á Ísafirði. Ljósmynd/BB.is

Rækju­verk­smiðjan Kampi ehf. á Ísaf­irði hef­ur skrifað und­ir samn­ing um kaup á kara­kerfi frá Skag­an­um 3X. „Rekst­ur­inn hjá Kampa ehf. hef­ur gengið vel und­an­farna mánuði og góður stíg­andi hef­ur verið í vinnsl­unni,“ er haft eft­ir Al­berti Har­alds­syni, rekstr­ar­stjóra Kampa, í til­kynn­ingu frá Skag­an­um 3X.

„Það var því kjörið tæki­færi að fara út í fjár­fest­ing­ar á búnaði í rækju­verk­smiðjunni,“ seg­ir Al­bert. Verið sé að auka af­köst og sjálf­virkni hjá fyr­ir­tæk­inu og kaup á góðu kara­kerfi frá Skag­an­um 3X séu liður í því ferli.

Ávinn­ing­ur kerf­is­ins er sagður mik­ill, þar sem það auki af­köst og sjálf­virkni verk­smiðjunn­ar. Notk­un lyft­ara minnki til muna auk þess sem meðhöndl­un á hrá­efni og kör­um verði betri.

Rækju­verk­smiðjum fækkað á Íslandi

Bent er á að rækju­verk­smiðjum hér­lend­is hafi fækkað á und­an­förn­um árum og að nú séu aðeins fjór­ar rækju­verk­smiðjur í full­um rekstri.

„Það er mik­il breyt­ing frá því sem áður var þegar rækju­veiði og rækju­vinnsla var mun stærri þátt­ur í sjáv­ar­út­veg­in­um á Íslandi. Það er því virki­lega ánægju­legt að Kampi ehf. skuli fara í fjár­fest­ingu sem þessa sem eyk­ur ör­yggi og sjálf­virkni í vinnsl­unni til muna,“ seg­ir í til­kynn­ingu Skag­ans 3X.

„Fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hér­lend­is eru ávallt að leita leiða til þess að ná fram meiri af­köst­um, auka sjálf­virkni og bæta meðhöndl­un afurða,“ seg­ir Frey­steinn Nonni Mána­son, svæðis­sölu­stjóri hjá Skag­an­um 3X, og bæt­ir við að þar sé fyr­ir­tækið í fremsta flokki.

Áætlað er að byrjað verði að nota búnaðinn að fullu í fe­brú­ar á næsta ári.

mbl.is