Bjóða forsætisráðherra til fundar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

„Þrátt fyr­ir að Sam­herji hafi verið sýknaður af kröf­um Seðlabank­ans í Hæsta­rétti Íslands og sér­stak­ur sak­sókn­ari hafði tekið sér­stak­lega fram að fé­lagið hafi skilað gjald­eyri af kost­gæfni, held­ur Seðlabank­inn áfram að dylgja um að starfs­menn Sam­herja séu „samt sek­ir“ og „hafi sloppið“.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Sam­herja.

Sam­herji hef­ur boðið for­sæt­is­ráðherra til fund­ar til að kynna henni málið enda heyr­ir Seðlabank­inn und­ir embætti henn­ar. Er það von okk­ar að eft­ir­litsaðilar bank­ans, bankaráð og ráðherra skoði málið í heild sinni og fram­ferði Seðlabank­ans und­an­far­in ár gagn­vart lögaðilum og ein­stak­ling­um. Seðlabanki Íslands þarf að breyta verklagi og beita valdi sínu af virðingu og ábyrgð,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Sam­herja.

Hæstirétt­ur staðfesti í síðustu viku dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl í fyrra um að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyr­ir­tækið Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um.

Enn frem­ur seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Sam­herja að fram­koma stjórn­valds­ins, eins og lýst var hér að ofan, sé í senn sorg­leg og ógeðfelld. Sam­herji til­grein­ir nokk­ur atriði sem rétt sé að hafa í huga:

Gagn­rýna Seðlabank­ann harðlega

Rök­studdi grun­ur bank­ans í upp­hafi byggði á röng­um út­reikn­ing­um sem aðstoðarseðlabanka­stjóri yf­ir­fór sér­stak­lega. Kom þetta meðal ann­ars fram í dómi héraðsdóms eft­ir að fram­kvæmd hús­leit­ar hjá Sam­herja var kærð.

Seðlabank­inn tók virk­an þátt í laga­setn­ingu árið 2008 um gjald­eyr­is­mál sem og öll­um síðari laga­breyt­ing­um sem hann nú kenn­ir Alþingi um. 

Efn­is­leg niðurstaða í bréfi sér­staks sak­sókn­ara, þegar hann taldi ekki grund­völl fyr­ir ákæru í mála­til­búnaði Seðlabank­ans, var að Sam­herji hefði skilað gjald­eyri af kost­gæfni.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri skoðaði málið út frá skatta­lög­um og taldi ekki til­efni til að aðhaf­ast nokkuð. Meint laga- og reglu­klúður sem seðlabanka­stjóri hef­ur notað sem af­sök­un frá ár­inu 2015 hef­ur þar eng­in áhrif.

Héraðsdóm­ur var vel og ít­ar­lega rök­studd­ur og lá fyr­ir í apríl 2017. Seðlabanka­stjóri sagði dóm­inn um­deild­an og ekki traust­an en fimm hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar komust að niður­stöðu um rétt­mæti héraðsdóms­ins á tveim­ur dög­um. Héraðsdóm­ur tók sér­stak­lega fram að „þegar af þeirri ástæðu“ að Seðlabank­inn hafði til­kynnt um niður­fell­ingu máls hafi ekki verið ástæða til að skoða aðrar máls­ástæður Sam­herja. Sam­herji tefldi fram fjöl­mörg­um, form­leg­um og efn­is­leg­um vörn­um en þar sem Seðlabank­inn féll á fyrsta próf­inu var ekki ástæða fyr­ir dóm­stóla að fara lengra. Ekki er hægt að líta á það sem heil­brigðis­vott­orð á ásak­an­ir eða stjórn­sýslu Seðlabank­ans held­ur þvert á móti staðfest­ir það hörmu­lega stjórn­sýslu bank­ans. Er það með ólík­ind­um að bank­inn ætli að reyna að snúa því sér í hag.“

Sam­herji seg­ir að til­rauna­starf­semi Seðlabank­ans með seðlabanka­stjóra og yf­ir­lög­fræðing í far­ar­broddi eigi sér enga hliðstæðu og eigi ekk­ert skylt við jafn­ræði, meðal­hóf eða aðrar meg­in­regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina