„Megn pólitísk myglulykt“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

„Fyr­ir mér blas­ir við að þarna lágu skýr­ir og greini­leg­ir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabank­ans, rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Kast­ljóss RÚV. Megna póli­tíska myglu­lykt lagði af þessu sam­ráðsferli þá og legg­ur enn.“

Þetta skrif­ar Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, á vef út­gerðar­inn­ar. Fjall­ar hann þar um rann­sókn Seðlabank­ans á viðskipta­hátt­um bæði Vinnslu­stöðvar­inn­ar og Sam­herja, sem hann seg­ir að nokkru leyti sam­stofna.

„Slík framkoma og stjórnsýsla hefði ábyggilega þótt til fyrirmyndar í …
„Slík fram­koma og stjórn­sýsla hefði ábyggi­lega þótt til fyr­ir­mynd­ar í Aust­ur-Þýskalandi sál­uga,“ skrif­ar Sig­ur­geir Brynj­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

At­b­urðarás­in ekki verið til­vilj­un­um háð

Bend­ir hann á að at­hygli hafi vakið hve vel Rík­is­út­varpið hafi verið upp­lýst um það fyr­ir fram, að „rann­sókn­arlið úr Seðlabank­an­um und­ir­byggi inn­rás í Sam­herja“, til að safna gögn­um.

„Kvik­mynda­töku­menn RÚV settu sig þannig í stell­ing­ar að morgni dags á gang­stétt fyr­ir utan aðset­ur fyr­ir­tæk­is­ins á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík, til­bún­ir með tæki sín og tól áður en rann­sókn­ar­menn bar þar að með pappa­kassa und­ir gögn,“ skrif­ar Sig­ur­geir Brynj­ar.

„Vert er að halda til haga dag­setn­ing­um og velta fyr­ir sér hvort at­b­urðarás­in þarna sé til­vilj­un­um háð? Ég held ekki, alls ekki.“

Hér að neðan má sjá þær dag­setn­ing­ar sem Sig­ur­geir Brynj­ar nefn­ir í færslu sinni, orðrétt eins og hann set­ur þær fram.

  • 26. mars 2012: Stein­grím­ur J. lagði fram á Alþingi frum­vörp Jó­hönnu­stjórn­ar­inn­ar um stjórn fisk­veiða og veiðigjöld.
  • 27. mars 2012: Hús­leit Seðlabank­ans hjá Sam­herja á fyr­ir norðan og sunn­an.
  • 27. mars 2012: Þræ­lund­ir­bú­inn Kast­ljósþátt­ur um meinta und­ir­verðlagn­ingu Sam­herja (aug­ljós­lega farið að und­ir­búa þáttaserí­una löngu fyr­ir hús­leit­ina).
  • 28. mars 2012: Fram­halds-Kast­ljós um sama mál.
  • 29. mars 2012: Kast­ljós III um sama mál, Þor­steinn Már Bald­vins­son í „yf­ir­heyrslu“. Í inn­gangi var sagt m.a.: „All­ur út­flutn­ing­ur Sam­herja er til rann­sókn­ar“!
  • 2. apríl 2012: Vinnslu­stöðin tek­in fyr­ir í seríu Kast­ljóss um verðlagn­ing­ar­mál. For­ráðamönn­um Hug­ins í Eyj­um gerðar upp skoðanir.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag seg­ist hann ekki í vafa um að skipu­lagða at­lögu að sjáv­ar­út­veg­in­um hafi verið að ræða og greini­leg­ir þræðir hafi verið á milli Seðlabank­ans, rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Kast­ljóss RÚV.

„Klukku­tíma áður en síðast­nefndi þátt­ur­inn var send­ur út náði ég tali af ein­um stjórn­enda Kast­ljóss og út­skýrði málið fyr­ir hon­um, en við okk­ur hafði ekki verið talað. Ég taldi að ég hefði skýrt með greini­leg­um hætti að af okk­ar hálfu hefðu eng­in lög­brot verið fram­in og ekk­ert svik­sam­legt verið á ferðinni. Ég fékk þau svör að unnið hefði verið að þætt­in­um í sex vik­ur og of seint væri að breyta efni þátt­ar­ins.“

Starfsmenn sérstaks saksóknara bera kassa inn í höfuðstöðvar Samherja á …
Starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara bera kassa inn í höfuðstöðvar Sam­herja á Ak­ur­eyri. Lagt var hald á mikið magn gagna í hús­leit­inni. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Hefði ábyggi­lega þótt til fyr­ir­mynd­ar í A-Þýskalandi

Ítar­lega er fjallað um málið á síðu 10 í Morg­un­blaðinu í dag, en þar er helst greint frá því að hvorki Sig­ur­geir Brynj­ar né aðrir full­trú­ar meiri­hluta­eig­enda út­gerðar­inn­ar hafi vitað af kæru Seðlabank­ans í þeirra garð fyrr en í mars 2014, þrem­ur árum eft­ir að hún var lögð fram.

„Slík fram­koma og stjórn­sýsla hefði ábyggi­lega þótt til fyr­ir­mynd­ar í Aust­ur-Þýskalandi sál­uga en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að svona nokkuð gerðist í rétt­ar­ríki á borð við það sem ég taldi mig búa við á Íslandi á 21. öld­inni,“ skrif­ar hann á vef VSV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina