Nítján sagt upp hjá HB Granda

Nýju skipin í höfn. HB Grandi hefur keypt þrjá nýja …
Nýju skipin í höfn. HB Grandi hefur keypt þrjá nýja ísfisktogara undanfarin misseri. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Nítj­án skip­verj­um um borð í Helgu Maríu AK, ís­fisk­tog­ara HB Granda, hef­ur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa inn­an út­gerðar­inn­ar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hef­ur HB Grandi tekið við þrem­ur nýj­um ís­fisk­tog­ur­um.

Þetta staðfest­ir Ægir Páll Friðberts­son, fram­kvæmda­stjóri HB Granda, í sam­tali við 200 míl­ur. Seg­ir hann að um sé að ræða þá skip­verja sem njóta sam­kvæmt kjara­samn­ingi þriggja mánaða upp­sagn­ar­frests.

Fimmtán eru í áhöfn hverju sinni á skip­inu og seg­ir Ægir að 21 maður hafi verið ráðinn á skipið með af­leys­ing­ar­mönn­um. „Þetta eru sam­tals nítj­án, sem fengu upp­sagn­ar­bréf,“ seg­ir Ægir, en upp­sagn­ar­bréf­in bár­ust skip­verj­um í síðustu viku.

Fimmtán eru í áhöfn hverju sinni á skipinu.
Fimmtán eru í áhöfn hverju sinni á skip­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

End­ur­skipu­leggja skipa­stól­inn

Munu þeir sem njóta skemmri upp­sagn­ar­frests eiga von á upp­sagn­ar­bréfi síðar?

„Það fer eft­ir því hvað við ger­um við skipið. Það er í rekstri enn þá og við erum ekki búin að ákveða hvenær við stopp­um það. Við fjár­fest­um ný­lega í þrem­ur öfl­ug­um ís­fisk­skip­um og erum að end­ur­skipu­leggja skipa­stól­inn í fram­haldi af því.“

Spurður hvort skip­verj­un­um hafi verið boðin pláss á öðrum skip­um út­gerðar­inn­ar seg­ir Ægir að ekki hafi enn reynt á það. „Þeir eru í vinnu enn á Helgu, en ef til þess kem­ur að hún stopp­ar þá mun­um við leit­ast við að bjóða þeim það. Það hef­ur áður verið gert hér hjá fé­lag­inu.“

Helga María er skráð til hafn­ar á Akra­nesi, en skammt er síðan HB Grandi sagði þar upp fjór­um starfs­mönn­um í bræðslunni.

mbl.is