Valka með samning upp á 1,3 milljarða

Höfnin í Múrmansk. Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood …
Höfnin í Múrmansk. Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Múrmansk í Rússlandi. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­tækið Valka hef­ur samið við Murm­an Sea­food um hönn­un og upp­setn­ingu á nýrri há­tækni­fisk­vinnslu í borg­inni Kola í Múrm­ansk í Rússlandi. Er fisk­vinnsl­an sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar í land­inu og verður tækni­leg­asta bol­fisk­vinnsl­an í Rússlandi að upp­setn­ingu lok­inni, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Völku. 

Valka mun hafa yf­ir­um­sjón með verk­efn­inu, en fleiri tækja­fram­leiðend­ur koma þó að upp­setn­ingu vinnsl­unn­ar, og hljóðar heild­ar­samn­ing­ur­inn upp á 1,3 millj­arða króna.

„Það hef­ur verið mjög ánægju­legt að vinna að und­ir­bún­ingi að þessu metnaðarfulla verk­efni með Murm­an Sea­food. Þetta er fyrsta verk­efni þess­ar­ar teg­und­ar hjá Völku og stefn­um við að því að þróa starf­semi okk­ar enn frek­ar í þessa átt,“ er haft eft­ir Helga Hjálm­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Völku.

Vinnsluhúsið verður byggt frá grunni og verður búið nýjustu tækni …
Vinnslu­húsið verður byggt frá grunni og verður búið nýj­ustu tækni og tækj­um, en þeirra á meðal eru sjálf­virk­ar beina- og bita­sk­urðvél­ar frá Völku. Ljós­mynd/​Aðsend

Murm­an Sea­food ger­ir út sex frysti­tog­ara og er meðal þeirra fyr­ir­tækja sem fékk út­hlutað viðbót­arkvóta hjá rúss­nesk­um yf­ir­völd­um gegn því að fjár­festa í land­vinnslu. Vinnslu­húsið verður  byggt frá grunni og verður búið nýj­ustu tækni og tækj­um, en þeirra á meðal eru sjálf­virk­ar beina- og bita­sk­urðavél­ar frá Völku. Mun nýja vinnslu­kerfið gera fyr­ir­tæk­inu kleift að há­marka verðmæti þeirra 50 tonna af hrá­efni sem áætlað er að vinna í nýju vinnsl­unni á degi hverj­um, en fram að þessu hef­ur hrá­efnið að mestu leyti verið selt heilfryst.

Verk­efnið hef­ur verið í und­ir­bún­ingi í rúm­lega eitt ár og er gang­setn­ing áætluð síðla sum­ars 2019.

mbl.is