Síðasta löndun Vilhelms á Íslandi

Frá síðustu vinnslu um borð í skipinu.
Frá síðustu vinnslu um borð í skipinu. Ljósmynd/Árni Jóhannesson

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom úr sinni síðustu veiðiferð í gærmorgun til Neskaupstaðar með fullfermi af frosinni síld. Lýkur þar með 18 ára sögu skipsins hér á landi en það hefur verið selt erlendum kaupanda í Rússlandi. Myndin hér að ofan var tekin þegar síðasta frystipannan var sett í tæki skipsins í fyrrinótt, þegar vinnslu lauk í síðasta sinn. 

Vilhelm kom nýr til landsins árið 2000 og hefur Samherji gert skipið út síðan þá. Von er á nýju skipi í stað Vilhelms árið 2020.

mbl.is