Síðasta löndun Vilhelms á Íslandi

Frá síðustu vinnslu um borð í skipinu.
Frá síðustu vinnslu um borð í skipinu. Ljósmynd/Árni Jóhannesson

Vil­helm Þor­steins­son EA-11 kom úr sinni síðustu veiðiferð í gær­morg­un til Nes­kaupstaðar með full­fermi af fros­inni síld. Lýk­ur þar með 18 ára sögu skips­ins hér á landi en það hef­ur verið selt er­lend­um kaup­anda í Rússlandi. Mynd­in hér að ofan var tek­in þegar síðasta frystip­ann­an var sett í tæki skips­ins í fyrrinótt, þegar vinnslu lauk í síðasta sinn. 

Vil­helm kom nýr til lands­ins árið 2000 og hef­ur Sam­herji gert skipið út síðan þá. Von er á nýju skipi í stað Vil­helms árið 2020.

mbl.is