Stefna Heiðveigar þingfest á morgun

Stefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn Sjómannafélagi Íslands verður þingfest fyrir …
Stefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn Sjómannafélagi Íslands verður þingfest fyrir félagsdómi á morgun. mbl.is/Eggert

Stefna Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur gegn Sjó­manna­fé­lagi Íslands verður þing­fest fyr­ir fé­lags­dómi á morg­un. Þetta staðfest­ir Kol­brún Garðars­dótt­ir, lögmaður Heiðveig­ar, í sam­tali við mbl.is. „Það er búið að birta stefn­una og þetta verður þing­fest í fé­lags­dómi á morg­un,“ seg­ir Kol­brún. Stund­in greindi fyrst frá.

Stefn­an bygg­ir á því að stjórn­in hafi brotið gegn 2. grein laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur sem kveður á um að stétt­ar­fé­lög skuli vera opin öll­um í hlutaðeig­andi starfs­grein á fé­lags­svæðinu.

„Við erum að fara fram á að það verði viður­kennt að fé­lagið hafi brotið ákvæði laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur með því ann­ars veg­ar að reka hana úr fé­lag­inu og hins veg­ar með því að breyta kjörgeng­inu,“ seg­ir Kol­brún.

Einnig er farið er fram á miska­bæt­ur, sem og að Sjó­manna­fé­lag­inu verði gert að greiða sekt sem verði lát­in renna í rík­is­sjóð.

Farið er fram á flýtimeðferð fyr­ir dóm­in­um, auk þess sem Kol­brún ætl­ar að fara fram á að kosn­ingu til stjórn­ar verði frestað, sem og því að fram­boðslist­ar verði lagðir fram á meðan málið er fyr­ir dómi. „Mér finnst eðli­legt að það verði gert,“ seg­ir hún, en fram­boðsfrest­ur renn­ur út á há­degi á mánu­dag og kosn­ing­ar eiga að hefjast 24. þessa mánaðar.

mbl.is