Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð með eiginkonu sinni, Tinnu Gunnlaugsdóttur. 

Þegar ég heimsótti Egil í íbúðina við sjóinn var hann í óða önn að undirbúa sig fyrir næsta stóra verkefni sem eru risatónleikar í Eldborgarsal Hörpu 26. desember, Háfjallamúsík á jólum. Þar verður farið um víðar lendur tónlistarinnar. Meðal laga eru sígildar íslenskar perlur, lög Þursflokksins og eins lög úr smiðju Egils af plötum eins og Tifa tifa, Blátt blátt, Angelus Novus, Vetur og nýjustu plötu hans; FJALL. 

Hann kýs að hafa vetrarsetu á Íslandi en svo fer hann til Svíþjóðar þegar fer að vora á milli þess sem hann dvelur í skútunni. 

mbl.is