Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir formannsframbjóðandi …
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir formannsframbjóðandi hafa deilt um vinnubrögð stjórnar félagsins.

Stétt­ar­fé­lagið Fram­sýn for­dæm­ir „ólýðræðis­leg vinnu­brögð“ trúnaðarráðs Sjó­manna­fé­lags Íslands, vegna brottrekst­urs Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur sem boðið hef­ur sig fram til for­manns í fé­lag­inu.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem fé­lagið hef­ur sent frá sér. Seg­ir í henni að mik­il­vægt sé að fé­lags­menn Sjó­manna­fé­lags­ins bregðist við þess­ari „forkast­an­legu“ samþykkt trúnaðarráðs fé­lags­ins, og mót­mæli henni harðlega.

„Vinnu­brögð sem þessi eru ekki boðleg og eiga ekki að líðast í lýðræðis­leg­um stétt­ar­fé­lög­um.“

Bent er á að stétt­ar­fé­lög starfi sam­kvæmt lög­um nr. 80/​1938 og eigi að vera opin öll­um þeim sem starfi á því starfs­svæði sem kjara­samn­ing­ar viðkom­andi stétt­ar­fé­lags ná yfir.

Ólög­mæt­ar höml­ur á frelsi og rétt­indi fé­lags­manna

Fé­lagsaðild­inni fylgi mik­il­væg rétt­indi sem séu hluti af vel­ferð launa­fólks á vinnu­markaði og tryggi vernd fé­lags­manna í sam­skipt­um þeirra við at­vinnu­rek­end­ur.

„Stétt­ar­fé­lagi er ekki und­ir nein­um kring­um­stæðum heim­ilt að reka fé­lags­mann úr fé­lag­inu og svipta hann þar með þess­um rétt­ind­um.“

Þá er vikið að reglu sem sett hef­ur verið í lög fé­lags­ins, um að greiða þurfi fé­lags­gjöld í þrjú ár til að geta verið kjörgeng­ur til trúnaðarstarfa inn­an þess.

„Krafa um greiðslu fé­lags­gjalda í þrjú ár til þess að öðlast kjörgengi inn­an fé­lags­ins fel­ur aug­ljós­lega í sér ólög­mæt­ar höml­ur á frelsi og rétt­indi fé­lags­manna og slíkt þekk­ist ekki inn­an ís­lenskr­ar verka­lýðshreyf­ing­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Gagn­rýni merki um lýðræðis­lega þátt­töku

Al­var­leg brot fé­lags­manns stétt­ar­fé­lags gegn eig­in fé­lagi, til dæm­is ef hann vinni með at­vinnu­rek­end­um gegn hags­mun­um þess, geti í al­var­leg­ustu und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um leitt til þess að höml­ur verði sett­ar á at­kvæðis­rétt og kjörgengi.

„Skoðana­ágrein­ing­ur og gagn­rýni á störf fé­lags­ins eru ekki slík brot held­ur skýrt merki um lýðræðis­lega þátt­töku í starf­semi fé­lags­ins. 

Fram­sýn stétt­ar­fé­lag skor­ar því á for­ystu Sjó­manna­fé­lags Íslands að virða lög og regl­ur sem gilda al­mennt um starf­semi stétt­ar­fé­laga og kjörgengi fé­lags­manna á veg­um verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og aft­ur­kalla ákvörðun sína um brottrekst­ur Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur úr fé­lag­inu.“

mbl.is