Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá lesanda sem spyr hvort hún geti farið í fitusog án þess að vera búin að létta sig.
Góðan dag,
ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann? Ég get nánast ekkert gengið né hreyft mig vegna meiðslanna sem lagast ekkert, bara versna og ekkert hægt að gera til að laga þau.
Kveðja, BB
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Þú ert vissulega í erfiðri stöðu! Til þess að hægt sé að minnka ummál magans með fitusogi þarf mest af umframfitunni að liggja milli húðar og vöðva. Ef fitan liggur að mestu innan vöðvalags þá er ekki framkvæmanlegt að fjarlægja hana með skurðaðgerð. Svo þurfa magavöðvarnir að vera það „sterkir“ að þeir „verndi“ innri líffæri þegar framkvæmt er fitusog. Engin aðgerð er áhættulaus og lýtalæknir þarf að meta í þínu tilfelli hvort fitusog gæti gagnast þér eða ekki.
Gangi þér vel og bestu kveðjur,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.