Heiðveig fer fram þrátt fyrir brottvikningu

Heiðveig ætlar fram þrátt fyrir að hafa verið rekin úr …
Heiðveig ætlar fram þrátt fyrir að hafa verið rekin úr félaginu. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir ætl­ar á morg­un að skila inn fram­boðslista til stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands. Býður hún sig fram til for­manns þrátt fyr­ir að hafa verið rek­in ný­lega úr fé­lag­inu. Ásamt Heiðveigu bjóða sig fram níu aðrir á B-lista.

Heiðveig grein­ir frá því á Face­book að fram­boðið hafi byrja að safna meðmæl­end­um í gær og ætli sér að skila inn ríf­leg­um fjölda und­ir­skrifta til að tryggja list­an­um ör­uggt braut­ar­gengi.

Heiðveig tel­ur að brott­vikn­ing sín úr fé­lag­inu hafi verið ólög­leg og hef­ur stefnt Sjó­manna­fé­lag­inu fyr­ir fé­lags­dóm. Þá vill hún að ógild verði laga­grein sem heim­il­ar aðeins þeim sem hafa verið í fé­lag­inu í þrjú ár eða leng­ur að bjóða sig fram til for­manns. 

Ég er þess full­viss að Fé­lags­dóm­ur muni fella þá gjörð úr gildi og staðfesta kjörgengi mitt svo og ógilda 3ja ára reglu um kjörgengi svo list­inn verður lög­leg­ur frá þeim tíma­punkti,“ seg­ir Heiðveig.



mbl.is