Heiðveig fer fram þrátt fyrir brottvikningu

Heiðveig ætlar fram þrátt fyrir að hafa verið rekin úr …
Heiðveig ætlar fram þrátt fyrir að hafa verið rekin úr félaginu. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Einarsdóttir ætlar á morgun að skila inn framboðslista til stjórnar Sjómannafélags Íslands. Býður hún sig fram til formanns þrátt fyrir að hafa verið rekin nýlega úr félaginu. Ásamt Heiðveigu bjóða sig fram níu aðrir á B-lista.

Heiðveig greinir frá því á Facebook að framboðið hafi byrja að safna meðmælendum í gær og ætli sér að skila inn ríflegum fjölda undirskrifta til að tryggja listanum öruggt brautargengi.

Heiðveig telur að brottvikning sín úr félaginu hafi verið ólögleg og hefur stefnt Sjómannafélaginu fyrir félagsdóm. Þá vill hún að ógild verði lagagrein sem heimilar aðeins þeim sem hafa verið í félaginu í þrjú ár eða lengur að bjóða sig fram til formanns. 

Ég er þess fullviss að Félagsdómur muni fella þá gjörð úr gildi og staðfesta kjörgengi mitt svo og ógilda 3ja ára reglu um kjörgengi svo listinn verður löglegur frá þeim tímapunkti,“ segir Heiðveig.



mbl.is