Kröfu Sjómannafélagsins hafnað

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir formannsframbjóðandi.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir formannsframbjóðandi. mbl.is/Hari mbl.is/Eggert

Fé­lags­dóm­ur hef­ur hafnað kröfu Sjó­manna­fé­lags Íslands um að Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, fram­bjóðandi til for­manns Sjó­manna­fé­lags­ins, eigi að leggja fram máls­kostnaðartrygg­ingu í máli sínu gegn fé­lag­inu.

Á fram­boðssíðu sinni á Face­book bend­ir hún á að dóm­ar­inn hafi sagt í úr­sk­urði sín­um að mál henn­ar „væri hvorki til­efn­is­laust né til­gangs­laust“.

Auk þess væri stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur henn­ar til að leita til Fé­lags­dóms vegna máls­ins „rétt­hærri en áhyggj­ur fé­lags­ins af því hvort ég mögu­lega gæti greitt áfall­inn kostnað til fé­lags­ins skyldi ég tapa mál­inu fyr­ir dómi“.

Frest­ur fyr­ir lög­mann Sjó­manna­fé­lags­ins til að skila inn grein­ar­gerð var ákveðinn til þriðja des­em­ber. Aðalmeðferð í mál­inu verður 14. des­em­ber og verður dóm­ur kveðinn upp fljót­lega eft­ir það, að því er Heiðveig grein­ir frá á fram­boðssíðunni. 

mbl.is