„Mælirinn er fullur“

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, formannsframbjóðandi.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, formannsframbjóðandi.

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir laug blygðun­ar­laust upp á Sjó­manna­fé­lag Íslands, veitti fé­lag­inu högg neðan belt­is og vó að heiðri og sæmd sjó­manna. Þetta seg­ir Jón Haf­steinn Ragn­ars­son, fé­lags­maður í Sjó­manna­fé­lag­inu og einn þeirra sem skipa trúnaðarmannaráðið sem vék Heiðveigu úr fé­lag­inu.

„Fram­ganga henn­ar hef­ur leitt af sér hörm­ung­ar,“ bæt­ir Jón við, í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.

Bend­ir hann á að sjálf­ur hafi hann verið til sjós í nokkuð mörg ár og í rúm­an ald­ar­fjórðung, meira og minna, greitt fé­lags­gjöld til Sjó­manna­fé­lags Reykja­vík­ur, sem síðar varð Sjó­manna­fé­lag Íslands. Hann hafi frá ár­inu 2010 látið sig sér­stak­lega varða kjör far­manna á skip­um, viðrað skoðanir sín­ar inn­an fé­lags­ins og að á þær hafi verið hlustað.

Heiðveig njóti stuðnings Gunn­ars Smára

Jón Hafsteinn Ragnarsson, sjómaður.
Jón Haf­steinn Ragn­ars­son, sjó­maður.

„Síðan þá hef ég horft upp á og notið kjara­bóta sem hinn al­menna verka­mann gæti ekki órað fyr­ir í sín­um villt­ustu draum­um. Við höf­um fengið góðan og víðtæk­an stuðning frá fé­lag­inu í öll­um mál­um sem hafa brunnið á okk­ur,“ skrif­ar Jón og bæt­ir við að hann hafi ekki þurft að viðhafa lyg­ar og sví­v­irðing­ar til þessa. Þá seg­ir hann Heiðveigu hafa notið dyggs stuðnings Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar og fé­laga í Sósí­al­ista­flokki Íslands.

„Ég tók meðvitaða ákvörðun um að blanda mér sem minnst í umræðuna á op­in­ber­um vett­vangi enda er þar ekk­ert að finna nema skít­kast og per­sónu­leg­ar árás­ir sem eiga eng­an veg­inn rétt á sér og koma þessu til­tekna máli bara akkúrat ekk­ert við. En mæl­ir­inn er full­ur.“

Grein Jóns má lesa hér að neðan í heild sinni:

Sjó­menn ís­lensk­ir erum við og klár­ir erum í allt, seg­ir í ljóðinu. Ég er einn fjög­urra sjó­manna sem báru fram til­lögu um brottrekst­ur Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur úr Sjó­manna­fé­lagi Íslands. Það var ill nauðsyn en við vor­um klár­ir í bát­ana þegar við þurft­um að verja heiður fé­lags­ins okk­ar. Heiðveig María hafði logið blygðun­ar­laust upp á Sjó­manna­fé­lagið um að falsa fund­ar­gerðir og rífa fund­ar­gerðabæk­ur til þess að koma í veg fyr­ir fram­boð henn­ar; sakað okk­ur um klíku­skap og aðra óár­an. Högg henn­ar voru neðan belt­is. Hún hafði vegið að heiðri og sæmd sjó­manna. Það var lít­ilmann­leg gjörð.

Hinn al­menni fé­lags­maður

Fram­ganga Heiðveig­ar Maríu hef­ur leitt af sér hörm­ung­ar og tími til kom­inn að hin al­menni fé­lags­maður láti í sér heyra svo fjöl­miðlar hætti að láta glepj­ast af henn­ar frá­leita mál­flutn­ingi og til­raun­um til að sverta stjórn, trúnaðarmannaráð og starfs­fólk fé­lags­ins. Ég hef verið til sjós í nokkuð mörg ár og í rúm­an ald­ar­fjórðung meira og minna greitt mín fé­lags­gjöld til Sjó­manna­fé­lags Reykja­vík­ur sem síðar varð Sjó­manna­fé­lag Íslands. Ég hef starfað á ís­lensk­um flutn­inga­skip­um sem og er­lend­um og er jafn gild­ur fé­lags­maður í Sjó­manna­fé­lagi Íslands og þeir sem draga björg í bú úr haf­inu í kring­um landið.

Frá 2010 hef ég sér­stak­lega látið mig varða kjör far­manna og ákvað því að færa mig úr and­vara­leysi og mat­sal­arröfli og láta til mín taka í þess­um efn­um. Ég hóf að venja kom­ur mín­ar á skrif­stofu fé­lags­ins og kynna mér starf­sem­ina. Ég viðraði mín­ar skoðanir um kjara­mál okk­ar far­manna og hvað við teld­um að bet­ur mætti fara ásamt fleiri ábend­ing­um, og viti menn. Það var hlustað!

Kjara­bæt­ur langt um­fram aðra

Síðan þá hef ég horft upp á og notið kjara­bóta sem hinn al­menna verka­mann gæti ekki órað fyr­ir í sín­um villt­ustu draum­um. Við höf­um fengið góðan og víðtæk­an stuðning frá fé­lag­inu í öll­um mál­um sem hafa brunnið á okk­ur. Ég þurfti ekki að sækja um vinnu hjá Sjó­manna­fé­lag­inu; ég þurfti ekki að vera í nein­um nefnd­um eða ráðum; ég þurfti ekki að ata fé­lagið auri og „sj­ang­hæja“ for­mennsku með lyg­um og sví­v­irðing­um í beinni út­send­ingu, eins og Heiðveig María hef­ur reynt svo eft­ir­minni­lega með dygg­um stuðningi Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar og fé­laga í Sósí­al­ista­flokki Íslands.

Lyk­ill­inn að þessu er klár­lega sá að við tíma­vinnu­sjó­menn búum að sam­stöðu sem hef­ur skilað okk­ur þeim ár­angri sem við höf­um náð á und­an­förn­um árum. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að blanda mér sem minnst í umræðuna á op­in­ber­um vett­vangi enda er þar ekk­ert að finna nema skít­kast og per­sónu­leg­ar árás­ir sem eiga eng­an veg­inn rétt á sér og koma þessu til­tekna máli bara akkúrat ekk­ert við. En mæl­ir­inn er full­ur.

Meiru áorkað en all­ir aðrir

Staðreynd­ir máls­ins eru bara þær að Sjó­manna­fé­lag Íslands með Jón­as Garðars­son í broddi fylk­ing­ar hef­ur áorkað meiru en nokk­urt annað verka­lýðsfé­lag hef­ur gert síðastliðin 30 ár. Ef menn sjá það ekki þá eru þeir staur­blind­ir á rétt og rangt. Það er bara þannig.

Höf­und­ur er sjó­maður.

mbl.is