Mjaldurinn Benny lifir góðu lífi á Thames

Mjaldurinn Benny virðist kunna vel við sig í Thames ánni …
Mjaldurinn Benny virðist kunna vel við sig í Thames ánni og sést þar í hverri viku. AFP

Mjald­ur, hval­ur af hvít­hvala­ætt, sem sást á sundi í Thames á fyr­ir tæp­um tveim­ur mánuðum síðan, virðist lifa þar góðu lífið að sögn sér­fræðinga. Hval­ur­inn, sem fengið hef­ur nafnið Benny, sást fyrst úti fyr­ir Gra­vesend í lok sept­em­ber og hef­ur sést reglu­lega síðan að því er BBC grein­ir frá.

Benny hef­ur lengst af haldið sig í þeim hluta ár­inn­ar sem er í Kent-sýslu og virðist finna sér fæði þar.

Tanya Ferry, yf­ir­maður hafn­ar­yf­ir­valda Lund­úna, seg­ir að fisk­ur sem er á ferð inn og út úr ár­minn­inu geti haft áhrif á lang­tíma­heilsu Bennys.

„Hann hef­ur verið hér í tölu­verðan tíma, leng­ur en við átt­um ef til vill von á,“ seg­ir hún og kvað ferðir fisks­ins um ár­minnið kunni að hafa áhrif. „Við vit­um ekki hvort hann mun breyta hegðun sinni eða hvort að hann mun venj­ast Thames og setj­ast þar að.“

Mik­ill fjöldi fólks fylgd­ist lengi vel með ferðum Bennys af ár­bökk­un­um, en held­ur hef­ur áhorf­end­un­um fækkað eft­ir að það fór að kólna. Ferry seg­ir að sést hafi til Bennys nokkr­um sinn­um í hverri viku. „Hann hef­ur ekki breytt hegðun sinni og okk­ur hef­ur ekki tek­ist að áætla hvort hon­um fari fram eða aft­ur.

Hún seg­ir að áfram verði fylgst með ferðum Bennys til að sjá hvort eitt­hvað þurfi að gera til að tryggja vel­ferð hans til lang­frama.

Fyrr í mánuðinum hættu yf­ir­völd í Gra­vesend við flug­elda­sýn­ingu á úti­vist­ar­svæði á ár­bakk­an­um til að tryggja vel­ferð Bennys, en talið er að 15.000 manns hefðu mætt á svæðið til að fylgj­ast með sýn­ing­unni.

Hópar fólks hafa safnast saman á árbakkanum og fylgst með …
Hóp­ar fólks hafa safn­ast sam­an á ár­bakk­an­um og fylgst með ferðum Bennys. AFP
Mjaldurinn Benny virðist kunna vel við sig í þessu umhverfi. …
Mjald­ur­inn Benny virðist kunna vel við sig í þessu um­hverfi. Fyrr í mánuðinum hættu yf­ir­völd í Gra­vesend við flug­elda­sýn­ingu á úti­vist­ar­svæði á ár­bakk­an­um til að tryggja vel­ferð Bennys, en talið er að 15.000 manns hefðu mætt á svæðið til að fylgj­ast með sýn­ing­unni. AFP
mbl.is