„Þvílíkur formaður!“

Heiðveig segir skoðanir hennar og nálgun ekki eiga hljómgrunn með …
Heiðveig segir skoðanir hennar og nálgun ekki eiga hljómgrunn með forystu félagsins, það sé nokkuð ljóst. mbl.is/Eggert

„[H]ann í al­vöru skáld­ar upp sak­ir á fé­lags­mann og síðan fær hann rek­inn úr fé­lag­inu. Því­lík­ur leiðtogi !! Því­lík­ur formaður !!“

Þetta skrif­ar Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, fram­bjóðandi til for­manns Sjó­manna­fé­lags­ins, á Face­book-síðu fram­boðslista síns, og vís­ar til gjörða nú­ver­andi for­manns, Jónas­ar Garðars­son­ar. Seg­ist hún enn frem­ur hafa rekið aug­un í að menn fari frjáls­lega með staðreynd­ir og hiki ekki við að leggja henni orð í munn.

„Ég sagði í upp­hafi að ég efaðist um til­urð fund­ar­gerðanna vegna a.m.k. átta form­galla og mis­mun­ar sem er á fund­ar­gerð ann­ars veg­ar og þess sem kem­ur fram á heimasíðu fé­lags­ins um lög fé­lags­ins hins veg­ar. Svör frá for­svars­mönn­um fé­lags­ins varpa ekki ljósi á þess­ar at­huga­semd­ir mín­ar og því hef ég gert at­huga­semd­ir eins og al­kunna er,“ skrif­ar Heiðveig.

„Ef ég get ekki leyft mér að ef­ast um til­urð þess­ar­ar fund­ar­gerðar miðað við all­ar þær ástæður sem ég hef hrakið þá held ég að við séum á slæm­um stað hvað varðar tján­ing­ar­frelsi og lýðræðis­lega þátt­töku í stétt­ar­fé­lög­um sem og al­mennt.“

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur sagt Heiðveigu hafa skaðað …
Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Íslands, hef­ur sagt Heiðveigu hafa skaðað hags­muni fé­lags­ins. mbl.is/​Hari

Í besta falli mis­skiln­ing­ur, í versta falli af­bök­un

Bend­ir hún á að orð á borð við föls­un og rifn­ar blaðsíður komi fyrst fram hjá Jónasi í aðsend­um grein­um í Morg­un­blaðinu sem og í viðtöl­um. Jón­as hef­ur einnig sagt hana hafa reynt að draga um­mæli um föls­un fund­ar­gerðar til baka í þætt­in­um Bít­inu á Bylgj­unni.

„Að ég hafi reynt að sverja eitt­hvað af mér í viðtali við Bitið er í besta falli mis­skiln­ing­ur og í versta falli af­bök­un - ég ein­fald­lega er að leiðrétta þá orðræðu sem formaður­inn sjálf­ur kom af stað. Þá hef­ur út­úr­snún­ing­ur for­manns­ins á þess­um orðum mín­um þar sem hann held­ur því fram að ég hafi sagt margt sem ég aldrei sagði líkt og ég bendi á hér að ofan orðið kjarn­inn í af­bakaðri rök­semd­ar­færslu fjór­menn­ing­ana sem kröfðust þess að mér yrði vikið úr fé­lag­inu (og lík­lega í um­fjöll­un þeirra er mættu á fund­inn), sem greini­lega sést í enn einni aðsendri grein­inni í Morg­un­blaðið í morg­un frá ein­um af þess­um fjór­menn­ing­um,“ skrif­ar Heiðveig.

„Þá má bæta þess­um atriðum við þann skaða er nú­ver­andi formaður hef­ur valdið fé­lag­inu, hann í al­vöru skáld­ar upp sak­ir á fé­lags­mann og síðan fær hann rek­inn úr fé­lag­inu. Því­lík­ur leiðtogi !! Því­lík­ur formaður !! Hið rétta er að ég efaðist um til­urð fund­ar­gerðar­inn­ar og það sann­ar­lega vantaði bls. í þá send­ingu sem ég fékk í tölvu­pósti - sú bls. hef­ur enn ekki borist.“

Ligg­ur bein­ast við að bjóða fram lista

Heiðveig tek­ur fram að eft­ir ár­ang­urs­laus­ar og ít­rekaðar til­raun­ir til svara frá nú­ver­andi for­ystu fé­lags­ins sé henni sá einn kost­ur nauðugur að leita rétt­ar síns fyr­ir dóm­stól­um. Því hafi hún lagt inn stefnu til Fé­lags­dóms sem og óskað eft­ir flýtimeðferð máls­ins.

„Enn og aft­ur tókst for­yst­unni með for­dæma­laus­um aðgerðum að bæði tefja málið með ósk um trygg­ingu vegna máls­kostnaðar er á fé­lagið gæti fallið myndi ég tapa mál­inu - þá með skír­skot­un í mín per­sónu­legu mál og þá jafn­vel til þess eins að reyna að vega enn frek­ar að æru minni - sem staðfest­ist í raun­inni í beiðninni sjálfri þar sem þeir hafa ekki einu sinni fyr­ir því að óska eft­ir upp­hæð til trygg­ing­ar fyr­ir máls­kostnaði og leggja það í mat dóms­ins,“ skrif­ar hún.

„Það er nokkuð ljóst fyr­ir löngu að skoðun og nálg­un mín á mál­efn­um sjó­manna á ekki hljóm­grunn með nú­ver­andi for­ystu – því ligg­ur það bein­ast við í lýðræðis fé­lagi að bjóða fram lista með þeim áhersl­um og leggja það í dóm fé­lags­manna sjálfra að ákveða hvaða leið verður far­in.“

mbl.is