Huginn lengdur um 7,2 metra

Huginn kominn til heimahafnar í Eyjum.
Huginn kominn til heimahafnar í Eyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Hug­inn VE 55 kom til heima­hafn­ar í Vest­manna­eyj­um í síðustu viku, eft­ir tals­verðar breyt­ing­ar í skipa­smíðastöð í Póllandi. Heim­ferðin gekk vel. Hug­inn er frysti­skip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengd­ur um 7,2 metra.

Með því stækk­ar lest­ar­rými um 600 rúm­metra og verður skipið þá bet­ur út­búið til að sjókæla afl­ann og landa hon­um fersk­um en ekki fryst­um, sem eyk­ur val­mögu­leika út­gerðar­inn­ar.

mbl.is