Huginn lengdur um 7,2 metra

Huginn kominn til heimahafnar í Eyjum.
Huginn kominn til heimahafnar í Eyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Huginn VE 55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra.

Með því stækkar lestarrými um 600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að sjókæla aflann og landa honum ferskum en ekki frystum, sem eykur valmöguleika útgerðarinnar.

mbl.is