Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

Sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Sjókvíaeldi á Vestfjörðum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ný leyfi fyr­ir lax­eldi í opn­um sjókví­um eru gef­in út og rekst­ur haf­inn meðfram mest­allri strönd Nor­egs nán­ast í viku hverri.

Þetta seg­ir Gunn­ar Davíðsson, deild­ar­stjóri at­vinnuþró­un­ar hjá Troms-fylki í Norður-Nor­egi, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Gunn­ar seg­ir það al­geng­an mis­skiln­ing eða mis­sögn í umræðu um lax­eldi á Íslandi að lokað hafi verið fyr­ir út­gáfu á eld­is­leyf­um fyr­ir opið sjókvía­eldi í Nor­egi og það sé megin­á­stæða þess að Norðmenn sæki nú til Íslands með eldi í opn­um sjókví­um.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag birt­ir Gunn­ar töl­ur um út­gef­in starfs­leyfi í lax­eldi í Nor­egi en frá 1980 hafa verið gef­in út ríf­lega 1.000 leyfi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: