Samherji undirbýr skaðabótamál

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Sam­herji er að und­ir­búa skaðabóta­mál á hend­ur Seðlabanka Íslands vegna rann­sókn­ar á meint­um brot­um fyr­ir­tæk­is­ins á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Hæstirétt­ur kvað upp dóm í máli SÍ gegn Sam­herja 8. nóvem­ber. Þar var staðfest niðurstaða Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fella úr gildi ákvörðun SÍ frá 1. sept­em­ber 2016 um að Sam­herji skuli greiða 15 millj­ón­ir kr. í stjórn­valds­sekt til rík­is­sjóðs vegna brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Ei­rík­ur Jó­hanns­son, stjórn­ar­formaður Sam­herja, sagði í frétt­un­um að málið hafi fengið efn­is­lega at­hug­un hjá sér­stök­um sak­sókn­ara og þar hafi komið fram að Sam­herji hafi ekk­ert gert af sér. Þess vegna hafi verið erfitt að sitja und­ir því að málið hafi fallið á tækni­leg­um atriðum.

Hann sagði rétt­ast fyr­ir Sam­herja að fara í viður­kenn­ing­ar­mál á bóta­skyldu Seðlabank­ans til að kanna grund­völl fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að höfða skaðabóta­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina