Framboði Heiðveigar Maríu hafnað

Frestur til að skila inn framboðum og meðmælalistum var til …
Frestur til að skila inn framboðum og meðmælalistum var til klukkan 12 á mánudag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mót­fram­boði Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur til stjórn­ar í Sjó­manna­fé­lagi Íslands gegn lista stjórn­ar fé­lags­ins, A-lista, var hafnað á fundi kjör­stjórn­ar fé­lags­ins í gær.

Listi Heiðveig­ar Maríu, B-listi, var ekki tal­inn lög­mæt­ur vegna þess að ein­ung­is var lagður fram listi til stjórn­ar og vara­stjórn­ar fé­lags­ins, ásamt skrá yfir meðmæl­end­ur. Ekki bár­ust list­ar til stjórn­ar mat­sveina­deild­ar eða trúnaðarráðs, en sam­kvæmt lög­um fé­lags­ins fara kosn­ing­ar fram til tveggja stjórna, auk trúnaðarráðs á sama tíma og skal mót­fram­boð til stjórn­ar í fé­lag­inu jafn­framt leggja fram fram­boð til stjórn­ar mat­sveina­deild­ar.

Þá seg­ir að fram­bjóðandi B-lista til for­manns stjórn­ar fé­lags­ins sé hvorki fé­lags­maður í fé­lag­inu né upp­fylli skil­yrði um kjörgengi, þar sem hann hafði ekki greitt í fé­lagið í þrjú ár.

Einnig var sett út á meðmæla­lista sem lagður var fram sam­hliða fram­boðslista B-list­ans, en við skoðun á hon­um kom í ljós að þrír þeirra 111 sem skrifað höfðu und­ir voru ekki fé­lags­menn í fé­lag­inu.

Fram­bjóðend­ur geti ekki verið meðmæl­end­ur

Auk þess voru all­ir fram­bjóðend­ur til stjórn­ar og vara­stjórn­ar í fé­lag­inu, alls 10, meðal meðmæl­enda. „Fram­bjóðend­ur til stjórn­ar og vara­stjórn­ar í fé­lag­inu geta ekki jafn­framt verið meðmæl­end­ur með eig­in fram­boði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í c-lið 5. mgr. 16. gr. laga fé­lags­ins kem­ur fram að hafi aðeins einn fram­boðslisti borist til stjórn­ar, trúnaðarmannaráðs og mat­sveina­deild­ar séu þeir menn sem þar eru til­nefnd­ir sjálf­kjörn­ir í stjórn.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina