Mögulega óheimilt að banna sæstreng

Mögulega er ekki hægt að banna lagningu sæstrengs til Evrópu …
Mögulega er ekki hægt að banna lagningu sæstrengs til Evrópu vegna fjórfrelsisreglna EES. mbl.is/Steinunn

Fjór­frels­is­regl­ur EES gera „það mögu­lega að verk­um að óheim­ilt sé að leggja for­takslaust bann við lagn­ingu [sæ]strengs,“ að því er seg­ir á vef at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins í færslu sem ætlað er að út­skýra hvað felst í þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í ít­ar­legri út­list­un á spurn­ing­um og svör­um um þriðja orkupakk­ann er spurt: „Leiðir þriðji orkupakk­inn til lagn­ing­ar sæ­strengs?“

„Inn­leiðing þriðja orkupakk­ans legg­ur eng­ar skyld­ur á herðar Íslandi að samþykkja hugs­an­leg­an sæ­streng. Eng­inn vafi leik­ur á því að Ísland ákveður hvaða inn­lendi aðili veit­ir leyfi fyr­ir slík­um streng,“ seg­ir í svar­inu.

Jafn­framt er sagt að orkupakk­inn kveði á um sam­eig­in­lega áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins um upp­bygg­ingu raf­orku­kerfa. Hins veg­ar er tekið fram í regl­um að áætl­un­um fylgi eng­ar skuld­bind­ing­ar af hálfu stjórn­valda aðild­ar­ríkj­anna.

For­takslaust bann

Þá seg­ir einnig að „því hef­ur verið velt upp, að þó að fjór­frels­is­regl­ur EES-samn­ings­ins komi ekki í veg fyr­ir að streng­ur á ís­lensku for­ráðasvæði og önn­ur mann­virki sem hon­um tengj­ast séu háð leyf­um sem byggja á lög­mæt­um sjón­ar­miðum, þá geri þær mögu­lega að verk­um að óheim­ilt sé að leggja for­takslaust bann við lagn­ingu strengs.“

Sé raun­in sú að óheim­ilt sé að leggja slíkt bann, er það talið hafa verið raun­in frá samþykkt EES-samn­ings­ins, „og er með öllu ótengt þriðja orkupakk­an­um“.

mbl.is